Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, apríl 30, 2012

Viðtal hjá ljósu - 40 vikur

Jæja, í dag er settur dagur runninn upp: 30. apríl 2012. Barnið hefur aðeins nokkra klukkutíma í viðbót til að ná þessum degi eða mánuði. Það stefnir því í að þetta verði lítið maí-barn :) Skoðunin gekk vel hjá ljósunni í dag. Allar mælingar komu vel út og er bumban orðin 39 cm há. Hún heldur að ég sé með töluvert mikið legvatn, 1,5-2 l. Mér finnst það svo sem passa miðað við hreyfigetuna sem blessað barnið hefur í maganum. Hamagangurinn nær að verða rosalegur!

Ég fer síðan næst í skoðun á föstudaginn, þá ætlar hún að hreyfa við belgnum.

mánudagur, apríl 23, 2012

Viðtal hjá ljósu - 39 vikur

Ég og bumban fórum í mæðraskoðun í dag. Öll gildi komu vel út. Nú er bumbuhæðin orðin 38 cm og barnið komið lengst niður í grind, eins og ljósmóðirin orðaði það. Hún giskaði á að það væri ca. 3,7 kg núna en tók jafnframt fram að það væri afar erfitt að meta það svona með þukli. Annars eru samdrættirnir búnir að aukast allverulega hjá mér. Og í fyrrinótt hélt ég að ég væri að fara af stað. Var með samdrætti á 10 mínútna fresti í 5 klukkutíma. Þannig að það er einhver undirbúningur og æfingar í gangi. Ég er hins vegar dálítið brennd af því að hleypa mér of langt í væntingum, því allir héldu alltaf að ég væri að fara af stað með Gunnar Magnús en svo kom hann ekki fyrr en eftir gangsetningu við 42 vikur tæpar! Akkúrat núna einbeitum við okkur bara að fæðingardegi pabbans, sem verður fagnað á morgun. 32 ára kappinn :) Það verður síðan spennandi að vita hvaða dag Gallapagus þriðji velur sér.....

Kaffiboð


Bræðrasprell.


Gunnar Magnús og Óli Þór gæða sér á möffins, eftir að hafa fært til húsgögn og dekkað upp svona huggulega. Meira að segja búið að auka þægindin með því að hafa kodda í stólunum.


Og Erlingur fékk sér að sjálfsögðu líka. Hann var annars mjög lukkulegur með sig þennan dag, þar sem hann var í Andrésar Andar peysu af stóra bróður sínum.
Posted by Picasa

Elli prufukeyrir bílstólinn



Erlingur Árni var voðalega ánægður með þennan fína hægindastól sem Mamman kom með heim um daginn, borðaði rúsínurnar sínar og horfði tjillaður á sjónvarpið í honum.
Posted by Picasa

Skiptiborðið - Saumaskapur


In the process...



Þetta afrekaði maður að sauma saman! Dálítið ánægð með mig...
Posted by Picasa

mánudagur, apríl 02, 2012

Bumba 35 vikur og 6 dagar

























Á pálmasunnudag, 1. apríl, fórum við bumban, Gunnar Magnús og Stefán út á Öldukot að leika okkur í fótbolta. Sólin skein og mamman hafði óendanlega gaman af því að horfa á strákana í fótbolta og fylgjast með því hvernig brosin þeirra fengu litla hvíld :)

Af okkur bumbubúanum er allt gott að frétta. Ég fór í skoðun þegar ég var komin 35 vikur og 3 daga. Barnið er orðið fastskorðað, með hjartsláttinn í kringum 150 (eins og bræður sínir). Bumbuhæðin var 36 cm. Ég hafði ætlað mér að hætta að vinna eftir síðustu viku en þar sem ég hef það ágætt (7, 9, 13) og þörf er fyrir mig í vinnunni, þá stefni ég að því að vinna þessa viku og næstu líka (3 dagar + 4 dagar, hehehe, ekki 5 + 5!). Svo eru það bara páskarnir um helgina. Við familían höfum engin plön, önnur en að láta okkur líða vel og taka svolítið til í kotinu. Undirbúningurinn fyrir þriðja ungann gengur vel. Búið er að setja upp kommóðu fyrir fötin og skiptiaðstöðu. Ég saumaði meira að segja áklæði utan um skiptidýnuna. Legg ekki meira á ykkur! Verð eiginlega að setja inn mynd af því.

En jæja, sum sé, allt gott að frétta :)