Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, júní 18, 2009

Herra Skrítli og Skoppa


Gunnar Magnús gerðist svo frægur að hitta Skoppu í Húsdýragarðinum um daginn. Hann var nú svolítið heiminn... eins og hann segir sjálfur.
Posted by Picasa

Nýju Spiderman stígvélin


Gunnar Magnús valdi sér ný stígvél. Hann var genginn niður úr og upp úr hinum gömlu, sem voru nr. 22. Ég lét mæla númer hvað barnið notaði og það reyndist vera 25,5.... Úbbosí...
Posted by Picasa

Gunnar Magnús og Dúlli litli 16. maí 2009





Posted by Picasa

föstudagur, júní 12, 2009

Viðtal hjá ljósmóður - 33 vikur og stóri bróðir í fæðingu

Við bumbi litli fórum og heimsóttum ljósmóðurina í fyrradag, þá komin 32 vikur og 5 daga. Allar tölur komu blessunarlega vel út, nema kannski sú sem minnstu máli skiptir... sem vogin segir. Þrýstingurinn var 130/75 og legbotninn 33 cm en það er víst ágætis viðmiðun að hæð hans í centimetrum sé u.þ.b. meðgöngulengd í vikum. Ég er búin að þyngjast um 8 kg alls. Gallapagus sneri head-down, líkt og mig grunaði og var með hjartsláttinn í 140-160 slögum á mínútu. Mig grunaði að lilli sneri svona, út af hreyfingunum, sem eru yfirleitt svipuðum stað. Hann kúrir venjulega með bossann sinn hægra megin, þessi litli gullmoli, og ég er viss um að hann verði mjög sterkur, m.v. kröftugleika hreyfinganna. Nú styttist óðum í að við fáum að líta litla prinsinn augum :)

Stóri bróðirinn segir allt gott. Hann er svo stjarnfræðilega yndislegur að foreldrarnir tala varla um annað allan daginn :) Hann gerir sér líklega eins vel og hann getur, miðað við aldur og fyrri störf, grein fyrir því að fjölskyldan sé að fara að stækka. Alltaf þegar ég treð honum í einhver föt sem eru að verða of lítil, þá segir hann að litli bróðir verði bara að fá þau, því hann sé svo lítill. Einnig segir hann oft að litli bróðir megi eiga þetta eða hitt með honum. Þegar við fórum að sofa í gærkvöldi, þá færði hann sig innst í rúmið sitt og benti mér á auða plássið við hliðina á honum og sagði að þarna ætti litli bróðir að lúlla. Ég sagði honum þá að litli bróðir myndi lúlla inni hjá Mömmu og Pabba (sem hefur nú alveg verið rætt áður líka) í pínulitlu rúmi sem heitir vagga. Og að hann væri alveg ofsalega lítill fyrst, næstum því eins og dúkka. Og hann myndi nú mest bara sofa líklega. "Og gráta... uhuuhuu, uhuhuuu" svaraði Gunnar Magnús þá, með leikrænum tilburðum. Svo töluðum við um að eftir svolítinn tíma myndi litli bróðir læra meira og meira. Fyrst að brosa, svo hlæja.... en það væri langt, langt þangað til hann færi að tala. Þannig m.a. reynum við að undirbúa litla, stóra strákinn okkar undir það sem er í vændum :)