Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, mars 25, 2009

Gallapagus II

Nú hafa foreldrarnir kíkt í umslagið góða, sem fór með þeim heim úr 20 vikna sónarnum og í því voru upplýsingar um kyn litla sumarungans. Gunnar Magnús er að fara að eignast lítinn bróður :)

fimmtudagur, mars 19, 2009

20 vikna sónar, Gallapagus II








Eins og einhverjir hafa tekið eftir var komin teljari hérna efst á síðunni fyrir óléttu nr. tvö hjá okkur Gunna. Við vorum í 20 vikna sónar í dag. Þar fengum við að sjá þetta fallega, fullkomna barn :) Barnið lék á als oddi. Opnaði m.a. munninn upp á gátt og gerði sig líklegt til að stinga táslunum upp í! Það er ekkert yndislegra en að fá að verða vitni að þessu kraftaverki. Allar mælingar komu vel út. Til dæmis var vökvi í maganum sem bendir til þess að bumbugullið sé farið að drekka, sem er víst gott merki.

Út úr alls kyns mælingum fengum við svo dagsetninguna 31. júlí 2009. Það er sami dagur og sónar sagði við 12 vikur.

Ég verð að vera jafndugleg að documentera þessa óléttu, eins og þá fyrri. Blóðþrýstingurinn mældist í hærra lagi í upphafi meðgöngu. Neðri mörk voru 85 við 11 vikur og 80 við 16 vikur. Ég er með blóðþrýstingsmæli hérna heima og þar hafa neðri mörkin verið að mælast frá 64 og upp í 78. Það verður fylgst með þessu, þar sem blóðþrýstingurinn varð of hár síðast, þó bara alveg í lokin. Ég reyni bara að fara vel með mig og þar með litla bumbugullið :)

Ég hef verið að fara í meðgöngujóga í Lótus jógasetri og finnst það alveg yndislegt. Jóga er eitthvað sem ég ætla að halda áfram að stunda eftir meðgönguna, er tótallí málið fyrir mig.

Jæja... ég held áfram að lofa myndum! Þær koma bráðlega ;)