Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, maí 04, 2011

Long time no blog

Jæja. Engar afsakanir. Nú skal skrifað hérna áfram, þótt það verði nú fáar ritgerðir... Mér finnst bara svo ótrúlega gaman að eiga minningar niðurskrifaðar þegar fram líða stundir.

Um síðustu helgi fórum við í bústað í Vaðnesi með Nikka, Stebba Eiríks og sonum. Það rigndi nánast sleitulaust alla helgina, sem mér fannst nú bara huggulegt. Gróðurilmurinn varð sterkari og róandi var að sitja inni og hlusta á regnið falla á þakið. Erlingur vígði gamla apapollagallann hans Gunnars Magnúsar og hafði ótrúlega gaman að því að leika sér úti í blautu polla- og ánaðmaðkaumhverfinu. Það var yndislegt að fylgjast með honum.





Ommuh!



Ví = róla á erlingsku.





Alltaf er þessi Mamma eitthvað að ráðskast með mann...