Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

laugardagur, ágúst 25, 2007

Tenerife

Va! Bloggerinn er a spaensku! Gaman, gaman! Eg vildi bara rett lata vita af okkur. Vid erum stodd i naeshitum herna a Tenerife i 2ja vikna sumarfrii. Vid erum her med Ommu og Afa og hofum thad rosalega gott. Vid erum buin ad liggja i solinni, leika a strondinni, leika i leiktaekjum, versla, runta um eyjuna og sidast en ekki sist, borda godan mat. GMG leikur a als oddi. Hann virdist reyndar ganga fyrir solarorku, hvernig svo sem a thvi stendur og er svakalega mikill mommukall. Hann er buinn ad baeta vel i ordafordan i frinu og er uppahaldsordid mitt mús. Hann notar thad yfir mýs og hús og segir s á ómótstaedilegan hatt. Jaeja, eg laet thetta duga i bili. Thad koma myndir thegar vid komum heim.

fimmtudagur, ágúst 09, 2007

18 mánaða skoðun - 18 months Check up


Jæja, þá er Gunnar Magnús búinn að fara í 18 mánaða skoðun. Hann er orðinn tæp 11 kíló og 80 cm. Litli kallinn var rosalega duglegur og fór langt fram úr því sem búast má við af 18 mánaða börnum. Hann er náttúrulega löngu búinn að mastera labb og hlaup og er allt of kræfur í að klifra. Hann hefur líka gaman af að hoppa í sófanum eða rúminu, hoppa er kannski stórt orð yfir athafnir hans, þetta er kannski meira eins og fjöðrun... Sífellt bætist í orðaforðann og það sem mér dettur í hug í einni svipan er: mamma, pabbi (ruglar samt foreldrum sínum oft saman), amma, afi, Adda, Lala (Vala), Lölli (Hjölli), edda (=þetta, segir þetta oft um fólk), oddu (ostur), dó (stóll), bo (borð), Emmó (Elmó), Lala bó (Stubbarnir), duddi (dudda), ebbi (nebbi), öji (auga), bubú (bumba), dadó (traktor/strætó, segir þetta um alla stóra bíla), já, nei, nó (nei á ensku :), öll helstu dýrahljóð (hestur, voffi, kisa, mumu, meme, svín, ljón, fíll..) og sitthvað fleira hefur strákurinn að segja. Svo finnst mér hann skilja hérumbil allt. Hann bendir t.d. á líkamsparta; hár, augu, eyru, nebba, tungu, hendur, bumbu og tásur. Svo eiga börn á hans aldri að geta staflað þremur kubbum og það getur okkar maður sko með annarri ;) Ég hef mest séð hann stafla átta.

Now, Gunnar Magnus has had his 18 months checkup. He weighs 11 kg and is 80 cm long. He did very well at the checkup and exceeded all what can be expected from an 18 month old. He mastered walking and running a long time ago and he does a lot of climbing :S He also loves hopping on the couch and in his bed, perhaps it's closer to bouncing than hopping... He is adding to his vocabulary very fast these days. He can name many people around him, make animal sounds and name many other things. He probably knows about 30 words by now. So far, only one English word is in his vocabulary and that is "no". I feel like he understands almost everything now. He can point at different body parts when he's asked; like hair, eyes, ears, nose, tongue, hands, belly and toes. Toddlers his age are supposed to be able to stack three blocks on top of each other. I have seen GM stack at least eight ;)