Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, maí 17, 2007

Spaghetti





miðvikudagur, maí 16, 2007

15 mánaða - 15 months

Nú er Gunnar Magnús orðinn 15 mánaða gamall. Það sem mér finnst einkenna hann meira núna en áður er aukið sjálfstæði og hugrekki. Hann er óður í að klifra upp á allt sem hann getur hugsanlega prílað upp á og reyndar líka það sem hann getur ekki prílað upp á. Hann hefur ofsalega gaman að því að fá að labba úti. Þá segir hann gjarnan "labbilabbilabbi.." á ómótstæðilega glettinn hátt. Hann hefur mikið dálæti á fuglum, flugvélum og bílum.

Gunnar Magnús fór til barnalæknis þegar hann var 13 og hálfsmánaða, þá var hann 9,4 kg og 74 cm. Þá var hann nýbúinn að taka tvær ælupestir og eina niðurgangspest. Ég þurfti síðan að mæta aftur með hann mánuði seinna til að bólusetja hann gegn heilahimnubólgu og fékk að vigta hann þá. Þá var stráksi orðinn 10,25 kg, sem mér fannst aldeilis góð aukning á einum mánuði.

Það gengur mjög vel hjá dagmömmunni og er Gunnar Magnús alsæll þar. Það sést best á því að þegar við rennum í hlaðið hjá henni á morgnana byrjar hann spenntur og glaður að vinka og segja bæ, bæ við móður sína.

Einnig er það í "fréttum" að Gunnar Magnús er farinn að lúlla í sínu eigin herbergi og það gengur ágætlega. Hann er síðan yfirleitt tekinn upp í undir morgun ;)

- - - - - - -

Now Gunnar Magnus is 15 months old. He has become more independent and brave. He climbs upon anything he can and can not climb. He loves walking outdoors and often says "labbilabbilabbi" ("walkie walkie walkie") in an irresistibly cute way. He also loves birds, airplanes and cars.

Gunnar Magnus went to see a pediatrician when he was 13,5 months old and then he was 74 cm and 9,4 kg (2 ft 5 in, 20,7 lb). He was measured after having three stomach flus in February and March. So I was happy to know that he had gained 800 grams when he was weighed again a month later, when we came in for a vaccination. So he was 22,6 lb at the end of April.

Things are going very well at the daycare "mom" and Gunnar Magnus is very happy there. The strongest indicator of this, is when we drive up to her house he immediately starts saying "bye, bye" to his mom and gets excited :)

Gunnar Magnus has started sleeping in his own bed and in hiw own room now and it's been going very well. However, early in the morning he usually comes to our bed and sleeps there for the rest of the night/morning ;)