Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

2ja ára!!!

Gunnar Magnús varð 2ja ára þann 10. febrúar. Þá var sko blásið til risaafmælisveislu í Garðastrætinu og við fengum marga góða gesti. Gunnar Magnús var í skýjunum yfir þessu öllu saman. "Ammili Magnus" og "Jé á 'edda" heyrðist gjarnan. En Gunnar Magnús talar oftast um sig sem Magnus (með mjúku g-i, eins og Svíar myndu gera, hehe).

Annars er barnið farið að tala svo mikið og það er svo óendanlega gaman að því!!! Við litli læstum okkur úti í gær og þurftum að bíða eftir pabbanum í rúman klukkutíma, þ.a. við skelltum okkur á Te&Kaffi í Eymundsson og splæstum á okkur kóki/kókómjólk og kexköku. Það var svo yndislegt að sitja þarna með honum og spjalla um allt sem fyrir augu okkar bar; plakötin, matinn, bækurnar og fólkið. Setningarnar hans vantar gjarnan sagnir, t.d. sagði hann: "Mamma gikku ekki", og átti þá við að hann hafði fengið disk undir kökuna sína en ekki ég. Svo talar hann nú allra mest um fólkið í kringum sig og kallar það ýmist konan, mamman, pabbinn, amman eða afinn (voða sjaldan kallinn, þegar ég fer að spá í það, flestir ungir menn eru pabbinn). Þetta er allt í góðu, nema ég fer aðeins hjá mér þegar hann kallar tiltölulega ungt fólk ömmur eða afa. Einnig spyr hann ALLTAF: "keredda?" þegar einhver labbar framhjá. Svo svarar hann yfirleitt sjálfum sér eftir smá stund eða þegar ég hef sagst ekki vita það, "hetta mamman" eða "hetta pabbinn". Ohh.. Ég elska þennan strák svo óendanlega mikið og hef svo gaman af því að vera með honum :)

Ég verð líka að láta eina litla sögu fylgja með.. fyrst ég er að tala um málþroskann hjá Magnus (lesist með sænskum hreim) mínum. Við vorum á leið í afmæli til Öglu, frænku okkar og ég var búin að tala um það fyrr um daginn að við værum að fara í afmæli til hennar Öglu og endurtaka það oft.... Svo erum við komin og ég nem staðar fyrir utan húsið. Þegar ég er að losa hann úr bílstólnum og segi honum að við séum komin til Öglu, fer hann strax að líta leitandi í kringum sig. Lítur svo hissandi á mig og spyr: "kar Ugla ?!?". Þá hafði þessi elska séð fyrir sér að við værum á leið í afmæli til einhverrar uglu.... sem hann þekkir auðvitað mætavel úr dýrabókunum sínum.

Mér finnst svo yndislegt hvað börn eru opin fyrir öllu. Þau vita oft greyin ekkert hvað bíður þeirra og finnst ekkert sjálfsagðara en að skreppa í afmæli til fugls.

Annars læt ég hérna fylgja með myndir úr afmælinu. Kærar þakkir allir fyrir komuna og fallegu gjafirnar!

föstudagur, febrúar 08, 2008

Bubbi byggir á öskudag


fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Jólin - Christmas

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Vala í pössun í desember - With cousin Vala