Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Brulli og hringferð

Í dag er 14. ágúst og síðast var bloggað 25. júní. Ætli það sé ekki kominn tími á uppfærslu. Við erum búin að bralla sitthvað síðan síðast; brúðkaup, hringferð um landið, sumarfrí, milljón sundferðir, svo fátt eitt sé nefnt.

Við Gunni vorum gefin saman í Dómkirkjunni þann 28. júní. Dagurinn var í alla staði fullkominn og stórkostleg upplifun sem gleymist aldrei. Vinir og fjölskylda glöddust með okkur og gerðu daginn að því sem hann var, fullkominn og ógleymanlegur. Kærar þakkir fyrir okkur :) Ef einhver vill sjá myndir frá atburðinum, þá setti ég nokkrar myndir á facebook.

Nokkrum dögum síðar lögðum við af stað í hringferð um landið. Við byrjuðum á að tjalda í Húsafelli, þar sem veðrið var best þar. Við enduðum á að vera í þrjár nætur, þar sem við fengum félagsskap af Barðstrendingunum. Veðrið var ótrúlega gott og þetta svæði er ótrúlega fallegt og aðstaðan góð. Við fórum að sjálfsögðu í sund alla dagana. Tjaldið sem við tókum með var stóra, ameríska Walmart-tjaldið okkar, sem er ekki beint hannað fyrir íslenskar aðstæður. Himinninn nær rétt svo framyfir kantana en ekki hliðarnar og loftið er úr fíngerðu neti, sem tryggir að manni sé kalt á nóttunni (á Íslandi). Þetta er samt sem áður frábært góðviðristjald :) Jæja, nóg um tjaldið.... Næst héldum við til Akureyrar og verður nánar fjallað um það í næstu færslu um hringferðina. Þið verðið því bara að bíða spennt eftir frekari ferðasögum.

Hérna kemur fyrsti hluti myndaseríu úr hringferðinni: