Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

laugardagur, september 26, 2009

Erlingur Árni spjallar við Mömmu

fimmtudagur, september 17, 2009

Sætustu bræðurnir :)


Stóri bróðirinn er sísprellandi...


...ekkert smá fyndinn :)
Posted by Picasa

Feðgar spila Rock Band

Posted by Picasa

Nýtt leikteppi


Nýtt dót var að koma í hús. Forláta leikteppi frá vinnufélögum mömmunnar á Vatnaskilum.


Stundum er maður þreyttur, þó það sé gaman :)


Svo hnerrar maður líka...


Ahh... Fínt að tjilla hér.
Posted by Picasa

fimmtudagur, september 10, 2009

Minning

Í dag var Erlingur Árni passaður í fyrsta skiptið. Hann fór í göngutúr með Ömmu Hildi á meðan foreldrarnir fóru í kistulagninu elsku Afa Leifs. Pössunin gekk ljómandi vel eins og við var að búast. Við EÁ fórum svo með Ömmu Hildi að leiðinu hjá Afa Stefáni en í dag eru liðin 20 ár síðan hann féll frá. Hvíl í friði, elsku Afi Leifur og Afi Stefán.

Afi Stefán: Stefán Brynjólfsson, fæddur 13. október 1933, dáinn 9. september 1989.

Afi Leifur ásamt beinum karllegg í afmæli Afa Erlings þann 9. janúar 2007.
Leifur Eiríksson, fæddur 3. júní 1907, dáinn 1. september 2009.

6 vikna



Erlingur Árni fór í 6 vikna skoðun í dag. Hann er orðinn 4,45 kg og rúmlega 55 cm! Færir sig meira að segja upp um flokka á kúrvu. Hann er orðinn í meðallagi langur m.v. aldur, sem er nú meira en hægt er að segja um Mömmuna til dæmis.
Posted by Picasa