föstudagur, mars 12, 2010
Hanna Sigga í heimsókn
Hanna Sigga er vinkona Gunnars Magnúsar af leikskólanum. Ég sótti þau á leikskólann um daginn og þegar við vorum að labba upp stigaganginn hérna heima er Gunnari Magnúsi svo mikið í mun um að vera fyrstur að hann ýtir aðeins við henni til að komast á undan. Þetta sárnaði Hönnu Siggu að sjálfsögðu og sagði mjög ákveðið við hann: "Gunnar Magnús! Svona gerir maður ekki við BESTU vinkonu sína!!!".