Viðtal hjá ljósu - 40 vikur
Jæja, í dag er settur dagur runninn upp: 30. apríl 2012. Barnið hefur aðeins nokkra klukkutíma í viðbót til að ná þessum degi eða mánuði. Það stefnir því í að þetta verði lítið maí-barn :) Skoðunin gekk vel hjá ljósunni í dag. Allar mælingar komu vel út og er bumban orðin 39 cm há. Hún heldur að ég sé með töluvert mikið legvatn, 1,5-2 l. Mér finnst það svo sem passa miðað við hreyfigetuna sem blessað barnið hefur í maganum. Hamagangurinn nær að verða rosalegur!
Ég fer síðan næst í skoðun á föstudaginn, þá ætlar hún að hreyfa við belgnum.
Ég fer síðan næst í skoðun á föstudaginn, þá ætlar hún að hreyfa við belgnum.
1 Comments:
At 7:14 e.h., Nafnlaus said…
Spennó, spennó -við fylgjumst með héðan frá Spáni og bráðum London :)
Bylgja
Skrifa ummæli
<< Home