Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Þriðji tími fæðingarnámskeiðs

Við vorum að koma heim úr þriðja tímanum í fæðingarnámskeiðinu. Í þessum tíma var tekinn rúntur um fæðingarganginn og sængurdeildina. Þetta lítur allt saman mjög vel út og maður hlýtur að vera í góðum höndum þarna. Spítalinn er rankaður 9. besti spítalinn í Bandaríkjunum.

Fæðingarherbergið:

Barnið hvefur manni aldrei úr augsýn, ef eitthvað þarf að gera við barnið strax eftir fæðingu er það gert við júnitið til hægri á neðri myndinni (að ofan). Svo eru sett tvö armbönd á barnið, eitt sem samsvarar armbandi sem pabbinn fær og annað sem samsvarar armbandi mömmunnar. Ef barnið þarf að yfirgefa foreldra sína og fara á vökudeild, fær enginn að sjá barnið nema að vera í fylgd við a.m.k. annað foreldranna. Jafnframt eru armböndin staðsetningartæki og ef barnið nálgast útganga deildarinnar of mikið, lokast útgangarnir sjálfkrafa og viðvörunarbjöllur fara í gang. Þetta gerist einnig ef klippt er á armböndin. Já, góðir hálsar, það er ekkert grín að stela nýfæddum börnum í Ameríku. Ég er aðeins minna hissa á þessari færslu hennar Liilu vinkonu, sem nú er á Íslandi, eftir að hafa hlustað á fyrirlestur kvöldsins.

Baðið í fæðingarherberginu:

Einnig skoðuðum við postpartum herbergin. Maður fær sérherbergi með sjúkrarúmi fyrir mömmuna og bedda fyrir pabbann. Litla barnið lúllar svo inni hjá manni. Maður er bara yfir eina nótt ef fæðingin gengur eðlilega fyrir sig en tvær nætur ef barnið er sótt með keisaraskurði.

Postpartum herbergið:

6 Comments:

  • At 2:19 e.h., Blogger Björk said…

    Va hvad hun Liila er dugleg ad skoda landid.
    Thetta er engin sma fædingarstofa, bara eldhus og alles. Mun stærra en a Islandi (jamm eg vann eitt sinn vid ad thrifa othrifnadinn eftir fædingar, hressandi vinna).

     
  • At 2:20 e.h., Blogger Björk said…

    eda eru thetta kannski bara skapar se ekki alveg, thetta litur ut fyrir ad vera eldhus:)

     
  • At 7:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Svakalega líst mér vel á þetta. Það liggur við að manni langi í annað barn til að upplifa herlegheitin í landinu...Spurning hvort að það verði ekki bara að því ef við verðum hérna í nokkur ár í viðbót. Ekki það að ég hafi ekki nóg með krílin mín tvö...by the way, hann Ríkarður leið útaf í gær því hann var svo reiður. Hann blánaði upp, náði ekki andanum og leið útaf. Erfitt að skilja að maður fái ekki allt sem maður vill!!! Hann er alveg búinn að ná sér, þurfti smá T.L.C. og var orðin hress eftir 2 min.
    Sjáumst á fimmtudaginn, hlakka til að sjá ykkur.
    Kveðja Hrönn

     
  • At 9:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta lítur mjög vel út. Traustvekjandi. Verður örugglega gaman að vera þarna :)

    vs

     
  • At 2:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér finnst þetta geggjað flott aðstaða. Vonandi getið þið notið hennar þegar þar að kemur :)

     
  • At 11:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er voðaflott. En ef þú hefðir eignast barnið hér heima myndir þú að öllum líkindum fæða á BESTA spítala landsins, ekki númer níu heldur númer eitt. Hvað segir þú um það?
    Tómas

     

Skrifa ummæli

<< Home