Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Verslunarferð og læknaviðtal

Það var farið í smá barnaleiðangur til Bellevue í dag. Við enduðum á að fjárfesta í kerru/vagni og barnabílstól. Eftir að hafa ýtt nokkrum vögnum og kerrum til í búðinni, ákváðum við að lokum að kaupa þessa kerru/vagn:

Þetta er sum sé sama grindin fyrir bæði kerruna og burðarrúmið. Hjólið framan á, er bæði hægt að hafa læst eða fast. Sölukonan seldi okkur samt aðallega kerruna á því hversu einfalt var að setja hana saman og því hversu mikla þyngd hún ber. Þá náði hún að slá út hina vagnana og kerrurnar sem við höfðum skoðað. Barnið getur átt kerruna þar til það verður 35 kíló. Við ákváðum að skella okkur á appelsínugula kerru og svart burðarrúm.

Við skelltum okkur svo á gráan barnabílstól sem er víst rómaður fyrir góðan árangur í öllum prófunum. Aðeins það besta fyrir Gallapagus.


Eins og sjá má, fylgir stólnum svona grunnstöð, sem er alltaf föst í bílnum. Svo er stólnum smellt af og á, þ.a. ekki þarf að þræða bílbelti yfir stólinn við sérhverja notkun. Tær snilld ;)

Síðasta þriðjudag fórum við svo og hittum lækninn okkar. Gallapagus var með hjartsláttinn í 141 og blóðþrýstingurinn minn var 64/112. Ég er búin að þyngjast um 8 kíló núna. Og barnið ætti að vera að þyngjast um ca. 200 grömm á viku, held ég. Þannig að það er nóg að gerast. Barnið er duglegt að hreyfa sig og er mest í að mjaka sér til en ekki sparka svo mikið. Mér finnst meira svona eins og það sé að reyna að teygja úr sér, sem er náttúrulega ekki beint pláss til, en það má nú reyna...

8 Comments:

  • At 7:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Rosa flott!!! Gallapagus verður aðal gæinn/gellan í hverfinu. Fíla þennan appelsínugula lit, enda alveg við okkar hæfi Mæja, við erum svo litaglaðar, ég með mína appelsínugulu vigt og þú með flottu grænu og blágrænu skálarnar þínar. Fíla það....
    Heyrumst vonandi bráðum, takk fyrir síðast. Hrönn og fjsk

     
  • At 7:58 e.h., Blogger Mæja said…

    Litagleðin blívar. Gangi þér vel í lestrinum, Hrönn mín :)

     
  • At 7:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er rosa mikið smartar græjur sem krílið fjárfesti í... gott að vita að maður geti verið alveg 35 kg en samt látið þennan vagn bera sig - það er ekki amalegt að vera orðinn 10 ára og geta treyst á vagninn sinn! ;)

    kv. Ragga (úr MR)

     
  • At 7:48 e.h., Blogger Mæja said…

    Já, ég hló einmitt mikið að þessu. Kerran gæti dugað einhverjum fram að fermingu...

     
  • At 11:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    örugglega ekkert mál, Gunni minn - það er alltaf verið að þróa allskyns ofur-málmblöndur ;)

    varð annars hugsað til ástkærs stjúpsonar míns sem er nú 3ja og hálfs árs og tæplega 16 kg - hann myndi ekki (nema alvarlega deyfður af lyfjum) láta bjóða sér upp á það að vera bundinn í kerru og keyrður út um allt... menn hafa nefnilega dáldið mikið stolt á þessum viðkvæma aldri ;)

    Hugsa að vagninn ykkar sé ætlaður 5 kg barni og 30 kg af innkaupum úr Costco ;)

    kv. Ragga

     
  • At 2:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vaá þetta er mjög flott, fannst ykkur ekkert skrítið að vera að verzla svona kríladót ... ?
    Ég hef annars séð margar mömmur á Burke Gillman með svona appelsínugular þríhjólakerrur :)

     
  • At 1:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessi er voða flottur, hann er einmitt sérlega vinsæll hérna í London:) Vá hvað það er farið að styttast í litla gallapagus! Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan ég var komin jafnlangt og þú...og litli minn er orðinn 7 mánaða núna...ótrúlegt hvað tíminn líður. Spítalinn lítur rosa vel út...fjúff mun betur en King's College Hospital hér í London...
    Kveðja,
    Unnur (www.tomasmagnus.barnaland.is)

     
  • At 12:05 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hva er einhver að skíta niður King's College hér .... veit nú ekki hvernig taka skal því hmmm .

     

Skrifa ummæli

<< Home