32 vikur og 2 dagar
Já, þetta er orðinn góður bolti framan á manni núna :) Barnið heldur áfram að mjaka sér til, gera tilraunir til að teygja úr sér og fá hiksta (sérstaklega þegar ég er búin að borða eitthvað sætt, þá held ég að það fari að drekka legvatn á milljón og svelgist aðeins á). Við erum búin að fara í fjórða og fimmta tímann í fæðingarnámskeiðinu. Í þeim fjórða var talað um inngrip í fæðingar (tangir, sogklukkur, keisara usw...). Maður kom nú hálffölur út úr þeim tíma eftir að hafa horft á mænudeyfingar og keisara á myndbandi... Í fimmta tímanum, í gær, var fjallað um brjóstagjöf. Við fengum meira að segja dúkkur til að æfa okkur á. Ég var með lítinn svartan strák og svarta stelpan við hliðina á mér, var með hvíta stelpu. Skiptir náttúrulega engu máli en ég hló að þessu inni í mér... Ég var alveg róleg á að taka þessu æfingarsessjóni alltof alvarlega, þar sem maður átti að klípa í brjóstin á sér og láta dúkkuna drekka. Ég held að við Gallapagus æfum okkur bara saman, þegar þar að kemur.
5 Comments:
At 12:36 e.h., Nafnlaus said…
Hæ hæ Mæja mín,
Frábært að heyra að allt gangi vel hjá ykkur:)
Knúskveðjur, Erna og krílin
At 11:59 e.h., Nafnlaus said…
Looking gorgeous! - as always ;)
vs
At 10:31 e.h., Nafnlaus said…
Ji dúdda mía! Þú lítur ekkert smá vel út Mæja mín. Voða falleg með fallega kúlu!
Ég fann einmitt alltaf rosa mun á hreyfinguna ef ég borðaði mikinn sykur þá fór allt í gang. Þessi kríli læra fljótt að meta gotteríið ;o)
Vonandi gengur allt áfram svona súper vel hjá ykkur.
Kossar og knús úr Berjarimanum
At 6:33 f.h., Nafnlaus said…
Hæ hæ sæta og sæti Gunni líka, má ekki skilja útundan!!
Rannveig Eyja var alveg svaka spræk ef ég borðaði pitsu, alveg eins og pabbi sinn.....
Knús, gangi ykkur vel í prófunum.
Hrönn
At 8:42 f.h., malla said…
smá kveðja héðan frá íslandinu til þín mæja mín!
váá hvað þú lítur vel út og bumban fer þér rosa vel :)
kv. malla
Skrifa ummæli
<< Home