Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, desember 15, 2005

Læknaviðtal 33 vikur

Við fórum til læknisins okkar í gær. Blóðþrýstingurinn minn var hærri en hann hefur verið, 82/122. Mér skilst samt að það sé innan eðlilegu markanna. Nú er bara planið að hreyfa sig meira og vera duglegri að drekka vatn. Legbotninn var 32 cm og hjartsláttur barnsins var 135 slög á mínútu. Ég hef ekki þyngst meira, sem mér finnst voða skrýtið, þar sem ég er orðin töluvert þyngri á mér og manni finnst barnið vera orðið svo stórt. Svo er maður kominn með slit á mallakútinn. En þetta tilheyrir bara prósessnum. Skilst að það stoði lítið að vera duglegur að bera á bumbuna, þetta sé bara í genunum og komi sérstaklega hjá þeim sem eru með ljósa húð. Skrýtið, þar sem ég er með svo dökka húð... Einmitt... Ég held samt náttúrulega áfram að jóðla mallann í olíu og boddílósjonum, í veikri von um að þetta verði ekki mikið.... Óttalegur hégómi er þetta í manni, iss.

2 Comments:

  • At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég meina þetta barn á eftir að vera háð þér og elska út af lífinu svo mun það hata þig meira en allt þar til að það fattar að það þurfi nú soldið á þér að halda áfram ... svo hvað með það þó að maður hafi smá hégóma í sér ;)

     
  • At 8:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það eru til krem sem deyfa slitið ef þú hefur áhuga á svoleiðis nokkru. En þetta gengur víst í ættir, annað hvort slitnar maður eða ekki. Það er engin hégómi að hugsa um svona nokkuð...við erum nú einu sinni stelpur...
    Knús Hrönn

     

Skrifa ummæli

<< Home