Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

laugardagur, desember 17, 2005

Meira barnadót

Nú erum við búin að fjárfesta í meiri barnabúnaði. Við fórum í Babies R Us í gær og keyptum bala, skiptiborðsdýnu og taubleyjur. Skiptiborðsdýnan fer svo á skrifborðið inni í lærdómskrók, þar verður því framvegis unnið í mastersverkefni og skipt á bleyjum. Við keyptum svo vöggu á netinu. Vaggan sú er engin smá græja. Hægt er að fella niður hluta af annarri hliðinni og hafa alveg upp við rúmið okkar. Einnig er hægt að stilla hæðina. Svo er órói, titringur og alls kyns hljóð. Það á svo að vera hægt að nota rúmið sem skiptiborð þegar barnið er orðið of stórt til að sofa í því. Hver og einn einasti fídus bráðnauðsynlegur. Það sem heillaði mig hvað mest, er að þetta er vagga sem hægt er að rugga en líka hægt að taka út hjól og þannig færa vögguna út um allt hús á auðveldan hátt.

1 Comments:

  • At 12:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    vaá voðalega er þetta tæknilegt, þarft bara ekkert að gera bara setja barnið í vögguna og hún gerir rest ;o)

     

Skrifa ummæli

<< Home