mánudagur, febrúar 15, 2010
sunnudagur, febrúar 07, 2010
4ra ára afmæli Gunnars Magnúsar
Gunnar Magnús hélt upp á afmælið sitt í gær og bauð nokkrum krökkum af Öldukoti til sín. Hann var búinn að vera svo spenntur að fá þá að þegar þeir loksins komu, þá hringsnerist hann í spenningnum og vissi ekki hvernig hann átti að vera. "Ég er svo æstur! Ég er svo æstur!!" voru svörin sem Pabbinn fékk þegar hann sagði honum að vera ekki svona æstur og þakka fyrir sig! Svo jafnaði hann sig nú fljótlega. Krakkarnir léku sér, fengu sér hressingu og fóru í leiki. Allt gekk þetta merkilega vel fyrir sig og var Gunnar Magnús alsæll með þetta allt saman.