mánudagur, júní 18, 2012
Sigurður Egill heitir drengurinn!
Þann 3. júní var fékk litli drengurinn okkar nafnið Sigurður Egill. Þann dag hefði Afi Leifur orðið 105 ára og daginn bar einnig upp á Sjómannadaginn. Hér er hann ásamt ömmum sínum og afa. Þetta er ein af fáum myndum sem við tókum á okkar vél. Ég set fleiri inn síðar þegar ég hef fengið þær í hendurnar.
Erlingur Árni - Gullkorn 18. júní 2012
"Ohhhh... Þetta er rispað!!!", varð Erlingi á orði þegar hann var að horfa á YouTube og netið var eitthvað lélegt þannig að myndin hökti. Það þótti Mömmunni fyndið.