Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, október 31, 2005

27 vikur


27 vikur komnar :)

þriðjudagur, október 25, 2005

Iss PISS

Það er nú meira hvað klósettferðunum hefur fjölgað... Venjulega er náttúrulega alger þögn í Radfordinu yfir nóttina en húsið er með eindæmum hljóðbært. Við heyrum til dæmis í síma nágrannans við hliðina á, þegar hann hnerrar o.s.frv. Nágranninn okkar á líka hund en hann hefur nú orðið til þess að þegar ég vakna á nóttunni til að pissa, með tilheyrandi umgangi, fer hundurinn í gang og geltir alveg nokkuð lengi. Við þetta vakna náttúrulega nágrannarnir :S En þetta er kannski góð æfing fyrir þá. Ætli það verði nú ekki eitthvað gólað smávegis á nóttunni, svona upp úr janúar...

sunnudagur, október 16, 2005

25 vikur



Og bumban vex... Nú orðið á maður stundum erfitt með að komast út úr bílnum ef bílastæðið er þröngt. Erfitt með að labba milli sætaraða í skólanum. En þetta eru náttúrulega engin vandamál, bara fyndið.

Mér líður enn sem komið er bara mjög vel. Mér finnst mjög gott að vera í jóganu. Það er að kenna manni ýmislegt. Barnið er farið að hreyfa sig mjög mikið og stundum sést það meira að segja utan á fötunum hjá mér, mér til mikillar skemmtunar.

föstudagur, október 07, 2005

Meðgöngujóga

Ég var að koma úr fyrsta jógatímanum mínum. Nú ættu stöllur mínar, Helga Guðrún og Sylvía að vera stoltar ;) Ég komst nokkuð klakklaust í gegnum tímann og sprakk aldrei úr hlátri, eins og síðast þegar ég prófaði jóga. Ég átti nokkuð gott með að tengja mig inn á við og slappa af, þá þurfti maður ekki svo ægilega mikið að hlæja, ekki einu sinni þegar verið var að óma.

þriðjudagur, október 04, 2005

Námskeið

Jæja, nú höfum við Gunni skráð okkur á fæðingarnámskeið. Við byrjum 7. nóvember. Merkilegt hvernig við förum á námskeið til að læra að fæða. Á maður ekki að vera með prógramm innstallerað í kroppnum hvernig á að gera þetta??

Annars fjallar námskeiðið um:
Topics include breathing and relaxation techniques; labor, birth, and recovery; birthing options; the support person's role; tour; hospital/medical procedures; pain medications; Caesarean birth; and what to expect postpartum. Class 5 covers the Basics of Breastfeeding, its benefits, how breastfeeding works, and how to make it successful for you and your family. It also addresses common challenges and how to manage them, how partners can help, and tips for understanding your new baby's behavior. We encourage you to register for "Parenting and Baby Care Basics" as a follow-up to this series.

Varðandi kommentakerfið, þá var mér bent á að aðeins væri hægt að kommenta ef maður væri skráður hjá Blogger, ég er alla vega búin að breyta því núna.

sunnudagur, október 02, 2005

23 vikur


Á leið á Franz Ferdinand tónleika í Paramount :)