föstudagur, mars 17, 2006
sunnudagur, mars 12, 2006
þriðjudagur, mars 07, 2006
Farinn að brosa!
Haldiði að Gunni litli Magg sé ekki farinn að brosa til foreldra sinna? Hann tók upp á þessu um helgina og brosti fyrst til pabba síns. Ég trúði honum náttúrulega ekki þegar hann sagði mér þetta fyrst en svo brosti litli maðurinn til mín líka. Manni vöknaði nú bara um augun. En þessi mynd er alla vega fyrsta myndin sem við náum af brosi, þó svo brosið hafi verið að fæðast þarna og varð svo miklu stærra ;)
Annars brosti kallinn líka skemmtilega í morgun. Hann sat sofandi í ömmustólnum sínum og byrjar að opna augun af og til og er að reyna að vakna. Svo koma tvö blaut prumpuhljóð og litli kallinn leit til föður síns og skælbrosti! Greinilega skemmtilegur kall þessi pápi. Ætli þeir munu ekki hafa sama húmorinn feðgarnir.
miðvikudagur, mars 01, 2006
Barnalæknirinn
Við fórum til barnalæknis í gær. Gunnar Magnús kom alveg ofsalega vel út. Hann er orðinn 4.460 grömm og 53.7 cm. Þegar hann lá á vigtinni, bjó hann til þessa líka svakalega flottu pissuparabólu og pissaði á vigtina og út á gólf. Mamman rétt náði að stökkva frá bununni. Fyrr um morguninn hafði ég verið inni á baði þegar við vorum að flýta okkur að koma okkur út og Gunni var að skipta á litla manninum. Þá heyri ég kallað til mín skelfingarröddu: ,,Mæja! Hann er búinn að pissa framan í sig og kúka á mig!!!".