Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Safaríkall í dýragarðinum


Varði reyndar hérumbil öllum tímanum í vagninum í dýragarðsferðinni... En fór þangað engu að síður, það verður fært í dagbækur heimilisins.

Töffari á leið í mollið

Að leika sér

Ég hefði aldrei trúað því hvað tveggja og hálfs mánaða gömul börn hafa gaman að því að leika sér. Allt í einu förum við ekki út úr húsi nema að taka með okkur dót, til að geta skemmt erfingjanum. Ef að það er músík með, þá er extra gaman.


Hérna situr hann tímunum saman og hlustar á "Old McDonald had a farm" og horfir á fuglinn gula sveiflast fram og aftur.


Þetta krefst mikillar einbeitingar. Svo slær hann í beljuna og svínið og allt fer á flug.


Honum finnst þetta stórmerkilegt þrátt fyrir hafa séð þessa sýningu þúsund sinnum.

fimmtudagur, apríl 13, 2006

2ja mánaða heimsókn hjá barnalækninum

Við fórum til barnalæknis í gær. Gunnar Magnús er orðinn 60 cm og 5450 grömm. Elsku litli kallinn fékk hvorki meira né minna en fimm sprautur! Hann var svo duglegur og fékk fimm smáfólksgeimfaraplástra yfir stunguförin. Hann var svolítið lítill í sér það sem eftir lifði dags en er orðinn mjög hress núna.



Annars erum við í átaki í að láta Gunna litla leika sér á maganum. Við höfum ekki verið nógu dugleg í því. Ég leyfi honum að æfa sig með því að liggja á gjafapúðanum, það hjálpar honum smávegis. Þegar ég lagði hann á gólfið í dag, lagðist hann bara með höfuðið til hliðar, það er miklu léttara ;) Svo þegar ég lagði hann á púðann, hélt hann höfðinu í dágóða stund en kom sér svo bara í þessa stellingu:


Fínt að hanga svona og hugsa :)

mánudagur, apríl 10, 2006

Nýtt útlit!

Í tilefni af tveggja mánaða afmæli aðaleiganda síðunnar hefur hún fengið nýtt útlit. Eigandinn segir allt ljómandi gott og biður kærlega að heilsa öllum heima. Hann fer svo til barnalæknis á morgun og verður mældur í bak og fyrir. Við munum birta nýjustu tölur þegar þær berast.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Laugardagsferð í mollið

Við skruppum í Bellevue Square um helgina til að tékka á Gappinu, Viggu Leyndó og fleiri skemmtilegum búðum. Við tókum nokkrar myndir við það tækifæri. Ég hafði fengið sitthvað í afmælisgjöf og ætlaði að skipta einhverju.


Ég var því sérlega glöð í bragði þegar við nálguðumst Gappið góða. Gunnar Magnús var rólegur og góður í vagninum sínum.


En eftir að hafa verið heillengi inni í Gappinu, missti litli kallinn skiljanlega þolinmæðina enda ekkert sérstaklega spennandi í svona búðum fyrir svona litla menn. Þá tók Pabbinn hann upp og hélt á honum í svolítinn tíma.


Við fórum svo á kaffihús og fengum okkur öll að drekka. Við hin stóru fengum okkur einhverja svaðillega súkkulaðibombu en Gunni litli Magnús sá um að búa til eina slíka.


Bomban sú var svo vegleg að honum tókst að klína henni í allar flíkurnar sem hann var í. Því þurfti herramaðurinn að strípa sig alveg í mollinu og skella sér í nýtt dress.