Það gengur ekki að heimasíðan sé uppfærð á 2ja mánaða fresti hérumbil. Þá fara pistlarnir að vera lengri og lengri og maður kemur sér ekki í að skrifa þá.
En oh well. Nokkrir skemtilegir hlutir hafa gerst síðan Gunnar Magnús varð tveggja ára. Litli herramaðurinn er til að mynda búinn að fara í leikhús á rúmlega tveggja klukkutíma sýningu, góðan daginn. Það var reyndar smá hlé, en samt ótrúlegur árangur. Ég fékk sæti fyrir okkur á endanum nálægt útgangi, svo við gætum nú hæglega komið okkur út ef herramaðurinn myndi missa þolinmæðina. Það stóð stundum tæpt en hafðist þó :) Leikritið hét Skilaboðaskjóðan og er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Mælum með því ;)
Svo erum við líka byrjuð að sækja Sunnudagaskólann í Dómkirkjunni. Það er ekkert smá yndislegt. Frábær aðstaða fyrir svona litla strumpa sem þurfa að hafa nóg í gangi til að halda athyglinni og svo er líka frábært hvað þetta er lítill hópur. Mjög kósý stemmning þarna uppi á loftinu yfir kirkjunni.
Nú telur Gunnar Magnús upp að þrettán, foreldrarnir gríðarstoltir yfir því. Einnig er hann orðinn algjör púslmeistari og púslar leikandi allt að 16 púsla púslum. Púslipúsl... hljómar skrýtið þegar maður segir þetta oft...
Svo er það mál málanna. Við fórum í páskafrí til Kaupmannhafnar. Við bjuggum í góðu yfirlæti hjá Óla og Charlotte í Rödovre. Við gerðum ýmislegt okkur til dundurs. Skruppum á Bakken og í dýragarðinn, Lyngby Storcenter (gaman að hitta þig, Dagrún!) og í sumarbústað á Norður-Sjálandi. Meget hyggeligt.
Læt nokkrar myndir úr fríinu fylgja.