Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

föstudagur, apríl 25, 2008

Bílar











Eitt af því sem nóg er af hérna niðri í bæ, eru bílar. Við erum alltaf að ganga götur með bílastæðum og undanfarið hefur Gunnar Magnús verið að spyrja mig hvað bílarnir heita. Hann er mjög áhugasamur og þekkir núorðið alveg bíltegundirnar Toyota, Volkswagen, Renault, Benz, Ford og Skoda. Margar aðrar er hann næstum kominn með á hreint en ruglar stundum saman Hondu og Hyundai, skiljanlega. Okkur leiðist því aldrei þegar við erum úti að labba og hafa foreldrarnir vart undan við að svara spurningum frumburðarins :)

Afmæli Gunna stóra



Gunnar Örn varð 28 ára á sumardaginn fyrsta. Hann hélt upp á daginn með því að bjóða familíunni upp á lambalæri og með því. Á eftir gæddu gestir sér svo á hinni víðfrægu súkkulaðiköku Ömmu Addýjar. Allt sló þetta vel í gegn og urðu menn saddir og sælir :)

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Fótboltastrákur






Gunnar Magnús var að horfa á pabba sinn spila FIFA við félaga sinn, þar sem annað liðið var Barcelona. Pabbinn mundi svo að sonurinn hefði fengið Barcelona-búning í afmælisgjöf og fannst tilvalið að dressa barnið upp. Hann var alveg ofsalega hrifinn (sonurinn), alveg þangað til hann flaug á andlitið þar sem polyester-fótboltasokkarnir voru svo sleipir á parketinu. Það féllu mörg tár en hann fékkst samt til þess að brosa aðeins fyrir móður sína, þó með dudduna, til að documentera hvað hann var fínn í kvöld.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Páskafrí í Danmörku

Það gengur ekki að heimasíðan sé uppfærð á 2ja mánaða fresti hérumbil. Þá fara pistlarnir að vera lengri og lengri og maður kemur sér ekki í að skrifa þá.

En oh well. Nokkrir skemtilegir hlutir hafa gerst síðan Gunnar Magnús varð tveggja ára. Litli herramaðurinn er til að mynda búinn að fara í leikhús á rúmlega tveggja klukkutíma sýningu, góðan daginn. Það var reyndar smá hlé, en samt ótrúlegur árangur. Ég fékk sæti fyrir okkur á endanum nálægt útgangi, svo við gætum nú hæglega komið okkur út ef herramaðurinn myndi missa þolinmæðina. Það stóð stundum tæpt en hafðist þó :) Leikritið hét Skilaboðaskjóðan og er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Mælum með því ;)

Svo erum við líka byrjuð að sækja Sunnudagaskólann í Dómkirkjunni. Það er ekkert smá yndislegt. Frábær aðstaða fyrir svona litla strumpa sem þurfa að hafa nóg í gangi til að halda athyglinni og svo er líka frábært hvað þetta er lítill hópur. Mjög kósý stemmning þarna uppi á loftinu yfir kirkjunni.

Nú telur Gunnar Magnús upp að þrettán, foreldrarnir gríðarstoltir yfir því. Einnig er hann orðinn algjör púslmeistari og púslar leikandi allt að 16 púsla púslum. Púslipúsl... hljómar skrýtið þegar maður segir þetta oft...

Svo er það mál málanna. Við fórum í páskafrí til Kaupmannhafnar. Við bjuggum í góðu yfirlæti hjá Óla og Charlotte í Rödovre. Við gerðum ýmislegt okkur til dundurs. Skruppum á Bakken og í dýragarðinn, Lyngby Storcenter (gaman að hitta þig, Dagrún!) og í sumarbústað á Norður-Sjálandi. Meget hyggeligt.

Læt nokkrar myndir úr fríinu fylgja.