Sumarbústaðarferð
Í síðustu viku fórum við í sumarbústað með vinum okkar, Óla, Charlotte og Heklu. Þetta er farið að vera árlegt hjá okkur og er ákaflega ánægjulegt. Fastir liðir eru kajak-ferð kallanna, kjöt&bernaise og svo aðalmálið: Mississippi Mudpie. M&m er ofurkaka sem inniheldur hálft kíló af smjöri og fáránlegt magn af marshmallows. Hana er eingöngu hægt að fá sér einu sinni á ári, hún er svo kröftug!