Viðtal hjá hjúkku
Við fórum í viðtal hjá Margaret hjúkku í dag. Dr. Eckert var í jólafríi en framvegis fer ég í mæðraskoðun á vikufresti. Það var allt gott að frétta hjá hjúkkunni, blóðþrýstingurinn var sá sami og síðast. Tvö kíló höfðu bæst á mig síðan síðast en mig grunar nú að þau séu afleiðing megasukks í rjóma og súkkulaði um helgina. Bumban var hæfilega stór, 36 cm. Hjartslátturinn hjá barninu var 140 slög á mínútu. Þetta eru svona helstu tölur... Þannig að við Gallapagus erum bara mjög hress :)