Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, maí 25, 2006

Á leiðinni í sturtu

Í sturtu

Að leika sér á mallanum

sunnudagur, maí 21, 2006

Þroskaferlið

Við höfum ekki verið nógu dugleg að segja frá litla kútnum okkar í máli. Hann dafnar ofsalega vel og maður sér breytingar á hverjum degi. Við höldum að sjálfsögðu að barnið sé snillingur. Fyrsta brosið kom þriggja vikna. Þegar hann var tveggja mánaða var hann byrjaður að tosa í handföngin/kringlurnar á ömmustólnum sínum. Tveggja og hálfs mánaða hló hann hátt og mikið í fyrsta skiptið. Það var þegar við vorum lent á Flórída, kappinn hefur verið svona feginn. Núna er aðalsportið að leika við táslurnar sínar og tosa í þær, sérstaklega þegar hann er berfættur. Í þessari leikfimi sinni, rúllar hann oft á hliðina. Hann heldur líka yfirleitt á dótinu sínu með báðum höndum og stingur því upp í sig. Rosalega bragðgott.... Við fórum til barnalæknis í síðustu viku og þá var Gunnar Magnús orðinn 6465 grömm.

Þar hafið þið það :)

mánudagur, maí 15, 2006

Snökt...


Hérna er Gunnar Magnús, eftir að hafa verið tekinn fram í stofu af veikgeðja foreldrum sínum, sem voru að reyna að venja hann á að sofna sjálfan í vöggunni sinni.

Mæðradagurinn


Þessi fallega sýn blasti við mér þegar ég kom heim úr skólanum í dag. Það er nú meira hvað drengurinn er góður við móður sína.

Fjölskylda í blíðviðri

Feðgar í blíðviðri

Spjallað við Helgu Sif í kveðjuboði Hrafnhildar

mánudagur, maí 08, 2006

Horft á sjónvarpið



Feðgarnir brugðu sér út í morgun til að fjárfesta í Bumbo stól. Það var orðið svolítið púkó að hanga alltaf á gólfinu eða í ömmustólnum. Þegar heim var komið plantaði ungi maðurinn sér í nýja stólinn og horfði á Sesame-stræti.

Gunnar Magnús hlær

Strákarnir leggja sig saman

Á stutterma samfellu í hitanum


Gunnar Magnús var iðulega léttklæddur í hitanum á Flórída. Hér er hann að hugga sjálfan sig í fangi föður síns, er við vorum að kaupa í matinn.

Í fyrsta skiptið í flugvél




Gunnar Magnús fór í fjögurra tíma flug til Dallas í Texas, skipti þar um flugvél og fór í tveggja tíma flug til Tampa í Flórída. Hann var algjör stjarna og allt gekk mjög vel, fram og tilbaka.