Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, júní 26, 2006

Gunnar Magnús í Magnuson Park

fimmtudagur, júní 22, 2006

4ra mánaða skoðun



Þessi rúsínubolla var hjá barnalækni í fjögurra mánaða skoðun í gær. Hann er nú orðinn 7 kíló og 65 cm. Hugsið ykkur að lengjast um 15 cm á fjórum mánuðum! Ef ég yrði allt í einu 1.75 m... Og hlutfallslega er þetta miklu meiri stækkun hjá honum. Merkilegt alveg.

Annars þætti mér ákaflega gaman ef að fólk væri enn þá duglegra að kommenta. Það má endilega deila með okkur hverjum ykkur þykir hann líkur, þó svo það fari ekkert á milli mála. Ég má samt láta mig dreyma um að einhver sjái svip frá mér, hehehe.... Annars finnst mér Afi Erlingur líka eiga rosa mikið í honum (enda pabbi pabbans).

þriðjudagur, júní 20, 2006

Stór strákur í kerru


Hérna eru feðgarnir á kampus, eftir að hafa gengið alla leið þangað úr Radfordinu. Þetta var fyrsta kerruferðin. Við vorum farin að enda vagnferðirnar yfirleitt á því að halda á barninu. Hann er svo forvitinn, vildi ekki fyrir nokkra muni liggja áfram eftir að hafa vaknað. En nú er það vandamál úr sögunni. Þegar Gunnar Magnús vaknar frá fegurðarblundinum sínum er hægt að rétta bakið á kerrunni upp og þá missir hann ekki af neinu :)


Hann er alltaf mjög sáttur í kerrunni sinni. Þarna er hann reyndar eitthvað að furða sig á því hvað móðirinn er alltaf að brasa með þessa blessuðu myndavél.

Babies R Us


Við brugðum okkur í Babies'R'Us um daginn til að kaupa "nauðsynjar" fyrir barnið góða. Meðal annars var fjárfest í Teletubbies-diski, Elmó-tuskubók, tjald til að vera með úti til varnar sólinni og stafateppi. Við höfum æ oftar verið að finna barnið utan gamla leikteppis síns og okkur finnst teppið hérna í íbúðinni okkar pínu subbó, þ.a. við keyptum þetta fína svampstafateppi og erum sérlega lukkuleg með það. Í þessari ferð ætluðum við nú að kaupa allt annað, sem við hættum svo við, sökum ákvarðanakvíða. Við ætluðum að kaupa einhvers konar "activity center", þar sem Gunnar Magnús getur leikið sér uppréttur en það var svo mikið til að við ætlum að skoða málið aðeins betur.

Nýtt stafateppi. Vei!





föstudagur, júní 16, 2006

Góður þessi hnefi :)







miðvikudagur, júní 14, 2006

Allt í dóti


Smá oförvun í gangi?? Gunnar Magnús klemmir iðulega gula ungann á milli fótanna og tekur svo með sitthvorri hendinni í bleiku og bláu fyrirbærin þar við hliðina á. Svo tosar hann a.m.k. eitt dót niður af brúnni... Á þessari mynd átti Gunnar hins vegar fullt í fangi með Saura (the dinosaur) og skjaldbökuna. Já, það er nóg að gera hjá okkar manni.

Í bílnum


Stundum er maður þreyttur að leika sér, þá er gott að leyfa sér bara að sofna.


En best samt að sleppa ekki taki á dótinu...

sunnudagur, júní 04, 2006

2. júní 2006







fimmtudagur, júní 01, 2006

Úti að borða með Mömmu og Pabba á Shalimar