Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

föstudagur, febrúar 24, 2012

Halló! Ég heiti Elli!

 
Posted by Picasa

Fleiri afmælismyndir

Gunnar Magnús bauð líka familíunni í afmæli. Boddí frænka bakaði forláta sjóræningjaköku, Amma Addý gerði pönnsur og hina einu sönnu súkkulaði köku, Anna frænka heitan rétt o.s.frv. Móðirin keypti Giflar, Ritz kex og osta. Myndarleg! En hún var afskaplega þakklát familíunni fyrir hjálpina og gat því gætt að því að fara vel með sig og Gallapagus hinn þriðja. Hér eru nokkrar myndir úr veislunni:

mánudagur, febrúar 20, 2012

6 ára afmæli GMG - Leikskólavinir

Þann 10. febrúar varð Gunnar Magnús 6 ára og bauð Stjörnunum elsta árganginum á Öldukoti, í afmælisveislu. Örfáar myndir voru teknar í þessu skemmtilega partíi þar sem krakkarnir léku sér, fóru í pakkaleik og horfðu á barna- og söngvamyndina Regínu.


Elli púslar



Erlingur Árni fékk eyrnabólgu núna í janúar og var frá í heila viku. Þá var dundað við ýmislegt, m.a. að pússla og var Mamman alveg gáttuð á hæfileikunum. Hann rúllaði upp 24 stykkja pússlum á nótæm. Duglegur strákur :)
Posted by Picasa

Gunnar Magnús og Tómas

Unnur, mamma Tómasar, sendi mér þessa mynd af vinunum, sem ég má til með að setja hérna inn. Alveg dásamleg :)

mánudagur, febrúar 13, 2012

Bestu vinir


Hérna eru Gunnar Magnús og Tómsar fyrir utan hjá okkur einhvern snjóþunga daginn í janúar 2012. Tómas flutti til Svíþjóðar fyrir nokkrum vikum og við söknum hans og fjölskyldunnar hans mikið. Það hefur samt komið sér vel að eiga iPad, þar sem félagarnir hittast og spjalla og sýna hvorum öðrum dótið sitt.
Posted by Picasa

miðvikudagur, febrúar 08, 2012

Viðtal hjá ljósu - 28 vikur og 2 dagar

Jæja, ég var að koma frá ljósmóðurinni, henni Gígju. Allt kom vel út en upp úr 30 vikum mun ég minnka vinnuna í 50%. Það er svona í ljósi fyrri sögu um háþrýsting og gallstasa. Gallstasinn var annars 12 micromól/L í síðustu mælingu, sem er undir viðmiðunarmörkum sem eru 15. Meðgöngusykursýkisprófið kom einnig vel út. Þá mældist ég 4,6 mmól/L fastandi en svo 8 eftir eina klst og 7 eftir tvær klst. Ég fór auðvitað beint á netið þegar ég kom heim, til að bera saman við hvernig ég var með Erling Árna. Þá voru þessar tölur dálítið lægri. Ætla að taka það til mín ;)

Bumban er orðin ansi myndarleg, mældist 31 cm, sem er 3 cm lengri en meðaltalið fyrir 28 vikna meðgöngu.

Þarf síðan að fara að smella af mér bumbumynd til að setja hingað :) Fer í málið!