Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

mánudagur, mars 26, 2012

Sumarbústaður 23. til 25. mars


Við fórum í bústað um helgina og kom Arndís Áslaug frænka (5 ára) með okkur. Helgin var alveg dásamleg, enda veðrið extra gott miðað við árstíma. Á laugardeginum fór hitinn alveg í 12 gráður, dálítill vindur samt. En það var gaman að geta bara verið úti á lopapeysunni eða flíspeysunni.

föstudagur, mars 23, 2012

Ís og bros í IKEA



















Þeir voru sáttir bræðurnir að lokinni verslunarferð í IKEA um daginn. Þá var fjárfest í kommóðu fyrir litla bróður/litlu systur. Svo þarf bara að ná í nokkrar samfellur niður í geymslu, skella í þvottavélar og sækja bílstólinn sem við fáum lánaðan og þá er allt klárt :)

miðvikudagur, mars 21, 2012

Sónar - 34 vikur

Í gær fórum við bumban í 34 vikna sónar. Tilefnið var að í 20 vikna sónar kom í ljós væg víkkun á nýrnaskálum sem gat bent til nýrnabakflæðis (ef ég skildi þetta rétt). Hins vegar væri oftast um að ræða að bakflæðislokur ættu eftir að taka út einhvern þroska og sú virðist hafa verið raunin hjá Gallapagusi III, blessunarlega. Við vorum ákaflega þakklát. Einnig var stærð barnsins metin og það mældist rétt yfir meðallagi miðað við meðgöngulengd, 2.416 grömm. Höfuðið var vel skorðað en við náðum aðeins að sá andlit ungans. Ég gat ekki betur séð en að gallapagusinn væri í góðum holdum og liði bara afskaplega vel, alveg eins og okkur foreldrunum :)

Bumba 33 vikur og 5 dagar


Hérna erum við bumban og pabbinn á leið á árshátíð Mannvits þann 17. mars 2012. Við skemmtum okkur mjög vel, dönsuðum m.a. undir söng Hemma Gunn, Einn dans við mig.
Posted by Picasa

Milestone - Flaut

Í gær urðu þau merku tímamót í lífi Gunnars Magnúsar að hann lærði að flauta. Það vakti mikla gleði og stolt. Til að byrja með gekk aðeins að flauta á innsoginu en síðan kom blístrið á útblæstrinum líka. Honum fannst samt  heyrast miklu hærra þegar hann flautaði á innsoginu og gerði það því á um það bil hverri innöndun frá því klukkan hálfsjö í gærkvöldi, þegar uppgötvunin átti sér stað.

mánudagur, mars 19, 2012

Mamman 32 ára

Mamman varð 32 ára um daginn. Af því tilefni litu nokkrir gestir í heimsókn.


Védís fékk meira að segja gamlan pakka sem hún átti inni. Erlingur var ekki lengi að bjóða fram hjálparhönd við opnunina.


Hildur Rut og Íris.


Vala, Elli, Gunnar og Stefán skemmta sér yfir iPadinum og gæða sér á afmælissjónvarpsköku. Takið eftir því hver er iPad-stjórinn. Oft ráfar hann um íbúðina og spyr: "Hvar er iPadinn MINN? Ég horfa á Ninjago iPad".
Posted by Picasa

Hillan


Gunnar Magnús varð að prófa hvort hann kæmist inn í gatið eins og bróðir hans. En það er náttúrulega ekki hægt að brosa framan í myndavélar lengur. Það er miklu skemmtilegra að gretta sig :)


*ull*


Enginn friður...
Posted by Picasa

Áskorun


Skyldi ég komast allur inn í þessa hillu?


Já, svei mér þá!


Peek a Boo!!
Posted by Picasa

32 vikna bumba


Litla krílið stækkar og stækkar :) Þessi mynd var tekin þegar Mamman var komin 32 vikur og 2 daga.
Posted by Picasa

Ljúfu, góðu bræðurnir


Stundum les stóri bróðir fyrir mann.
Posted by Picasa