Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, september 28, 2005

Læknisskoðun

Vorum að koma frá lækninum. Ég hafði þyngst um 3 og 1/2 pund frá því síðast og blóðþrýstingurinn var eins. Ég spurði lækninn út í hversu miklar hreyfingar ég ætti að vera að finna í bumbunni. Mér finnst ég nefnilega ekki finna svo brjálæðslega mikið en ég veit samt alltaf af barninu, því maður finnur alveg fyrir því mjaka sér en ekki beint svaka spörk. Spörkin koma þó líka af og til. Læknirinn sagði að aðalmálið væri að finna hreyfingar en ekki endilega hversu sterkar þær væru :) Nú hefur Gunni náð að finna aðeins fyrir þeim og hann hefur líka heyrt í þeim. Þegar barnið er eitthvað að svamla/sparka í leginu heyrist svona gutl þegar barnið hreyfir sig snöggt. Frekar fyndið.

Hjartsláttur litla barnsins var á bilinu 150 til 155 slög á mínútu. Minn var 100!! Mín bara alveg róleg í læknisskoðun....

mánudagur, september 19, 2005

21 vika

laugardagur, september 10, 2005

Múttan komin 19 vikur á leið

Ég vex líka og dafna, líkt og gallapagus. Þessi mynd var tekin fyrir viku síðan. Ég er búin að þyngjast um svona 4 kíló, held að það sé alveg eðlilegt. Blóðþrýstingurinn síðast var 64/112.

Ég finn vel fyrir krílinu oft á dag. Það er fyrst núna sem mér er farið að finnast það "eðlilegt". Fyrst um sinn hrökk ég alltaf í kút!

Ég fæ líka samdrætti, alloft á dag. Læknirinn minn sagði mér að drekka bara mikið vatn og fylgjast með að þeir séu ekki reglulegir. Þeir koma helst ef ég reyni mikið á mig, þ.a. ég spurði lækninn hvort ég ætti því að hætta einhverju puði ef ég fyndi fyrir þessu. Hún sá ekki ástæðu til þess. Þannig að held bara mínum dampi. Fer meira að segja stundum í leikfimi, legg ekki meira á ykkur. Svo þarf ég að fara að finna mér meðgöngujógatíma....

Í Costco í gær, keyptum við fyrsta dótið fyrir Gallapagus og erum strax byrjuð að nota það! Um er að ræða geisladiskasett frá Baby Einstein, klassísk tónlist í barnavænni útsetningu. Við mæðginin/mæðgurnar erum einmitt að hlusta á Bach núna :) En þó hefur barnið eflaust mest heyrt af hljómsveitinni Jeff who?, sem er alltaf í spilaranum um þessar mundir. Ekkert smá góð tónlist þar á ferð.

Jæja, best ég fari að ljúka þessari færslu. Tilgangurinn með þessari síðu er að búa til heimild fyrir okkur Gunna og Gallapagus, og líka að leyfa fjölskyldu og vinum að fylgjast með okkur.

Tæpar 19 vikur




Hérna er Gallapagus búinn að ferðast um Kaliforníu og alla leið til Íslands frá því á síðustu sónarmyndum. Gallapagus var líka orðinn 13.5 cm langur frá höfði niður að rassi. Í þessum sónar voru útlimir, andlit og líffæri skoðuð. Sú skoðun kom mjög vel út og barnið lék á als oddi fyrir myndatökumann. Nokkrum dögum síðar fórum við svo til læknisins, sem m.a. mældi hjartsláttinn hjá barninu og var hann 155 slög á mínútu.

11 vikur





Svona leit Gallapagus út í 11 vikna sónar.

8 og 1/2 vika


Svona leit Gallapagus út þegar ég var komin 8 og 1/2 viku á leið. Þetta var fyrsti sónarinn og þarna sáum við hjartað slá í fyrsta skiptið. Litla skinnið er einhvers staðar í kringum 3 cm langt, þannig að ég get ekki ímyndað mér hversu lítið hjartað er á þessum tíma.