Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Myndir frá síðustu dögum


Hérna þykist Gunnar Magnús vera týndur. Hann er ákaflega mikið fyrir að vera með hendurnar í andlitinu og smjatta á hnefunum á sér.


Feðgarnir brugðu sér saman í sturtu. Sá yngri undi sér mjög vel í sturtunni og var steinhissa á þessu öllu saman. Gunnar eldri líka.


Íbúar Sesamestrætis litu við um daginn. Hérna er Helga með kútinn. Hún var einmitt í móttökunefndinni þegar hann fæddist og var ómetanlegur stuðningur.


Þorri, Líney og Armin. Gestirnir komu með fullt af sætum fötum handa Gunna litla og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur.

laugardagur, febrúar 25, 2006

Í gulu tjilli


Í ömmustólnum frá Hrönn, Árna, Rannveigu Eyju og Ríkarði Eyberg. Stóllinn þessi er snilldin ein og hægt er að láta hann víbra. Gunna litla finnst því gott að tjilla þarna.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Sætastur





Gunni JR á Starbucks og í göngutúr við Green Lake


Gunni gamli og Gunni JR að bíða eftir að ég komi með veitingar handa þeim. Takið eftir hver á flottasta og gæjalegasta vagninn í Norður-Ameríku.


Við áttum von á að Gunnar Magnús myndi kúra vel í vagninum en það var ekki alveg svo... Hann kúrði reyndar smá eftir að við vorum búin að keyra vagninn í dágóða stund á illa hellulagðri stétt. Okkar maður er sum sé ekki svo mikið fyrir göngutúra á malbiki, a.m.k. ekki þegar hann er vakandi, ekki alveg nógu mikið fútt í því.

Fyrsta baðið





Litli kallinn var ekki baðaður fyrr en hann var átta daga gamall... Eru það nú foreldrar? Aldrei hafa jafnmargir verið samankomnir inni á baðherbergi í Radfordinu. Ólöf, Pétur, Stína, Mamman, Pabbinn og Gunni JR. Sá síðastnefndi orgaði og gargaði á meðan baðinu stóð en leið alveg ofsalega vel á eftir.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Og við skellum okkur upp á spítala

Jæja, við hringdum sex í morgun og aftur klukkan níu upp á deild. Við munum líklegast fara uppeftir uppúr hádegi.

laugardagur, febrúar 04, 2006

Læknaviðtal - 40 vikur og 5 dagar

Í dag hittum við Dr. Charles Petty sem að athugaði hversu mikið legvatn væri hjá litla barninu. Við fengum að fara í sónar og sjá "litla" barnið þar. Nú er barnið orðið það stórt að einungis sjást partar og partar. Við fengum að sjá þetta líka krúttlega andlit og krúttlegar hendur sem hreyfðu sig mjúklega við andlitið. Ohh, hvað maður bráðnaði! Hann gerði einhverjar mælingar til að finna Amniotic Fluid Index, sem við vildum að væri á bilinu 10-20 og AFI reyndist vera 17 í bumbunni, sum sé voða fínt. Hann skoðaði líka fylgjuna, naflastrenginn og blóðflæðið, allt leit þetta vel út og ekkert sem benti til þess að fylgjan væri farin að rýrna.

Svo héldum við út á spítala, þar sem ég var tengd við mónitor til að mæla hjartslátt barnsins og hreyfingar á mallakútnum. Hjúkkan sagði að hún væri að leitast eftir því að barnið hreyfði sig tvisvar sinnum á 20 mínútna tímabili og í kjölfar hreyfinganna vildi hún sjá hækkun í hjartslætti hjá barninu. Gallapagus lét ekki segja sér þetta tvisvar... Hann/Hún gerði þetta ábyggilega um 30 sinnum. Ég hef sjaldan séð jafnmikinn hamagang utan á mér, enda fór hjartsláttur barnsins upp í 180 slög á mínútu. Yfirleitt var hann samt í kringum 140. Ég held að barnið hafi bara vitað að það væri verið að fylgjast með því og fílað athyglina. Því hafi það dansað og dansað.... Ef það bara vissi hversu mikil athygli biði þess utan bumbunnar...

Þannig að próf dagsins komu ákaflega vel út og maður er alveg ofsalega þakklátur fyrir það.

Nú er Mamma/Amma Hildur komin til Seattle og eftir rúma viku er von á Stínu systur/frænku :) GP ætti því að vera óhætt að láta sjá sig, þar sem foreldrarnir eru komnir með reynslubolta í Mömmó í húsið.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Læknaviðtal - 40 vikur og 2 dagar

Linda læknir var voðalega hissa að sjá okkur og margbaðst afsökunar yfir því að hafa látið spádómsorðin falla í síðustu viku. Litli Gallapagusinn okkar var með hjartsláttinn í 120 slögum/mínútum. Okkur fannst það nú heldur lágt en hún sagði að það væri eðlilegt að hjartslátturinn lækkaði eftir því sem hjarta barnsins stækkaði. Á föstudaginn förum við svo í mælingu á legvatnsmagni og í barnið fer í hjartalínurit til að athuga betur hvernig það hefur það. Ef barnið verður svo ekki fætt þann 9. febrúar, verð ég sett af stað.