Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Dúlli mættur!!!



Dúlli litli ákvað að skella sér sjálfur í heiminn barasta! Ég var rétt búin að skrifa færsluna hérna fyrir neðan þegar vatnið fór... Það var ljósgrænt þ.a. ég fór strax upp á spítala. Engar hríðir hófust að sjálfu sér innan tveggja tíma, þ.a. mér var gefin hálf cytotec tafla til að ýta hlutunum af stað. Dúlli lét ekki segja sér það tvisvar og var fæddur 80 mínútum eftir að ég stakk töflunni upp í mig. Fæðingarlengd í skýrslunni okkar er skráð 39 mínútur! Enda var þetta hríðarstormur, góðan daginn! Ljósmæðurnar náðu að koma í tíma og grípa hann, ég náði ekki að príla upp í rúmið. Hviss, bang, Dúlli mættur!

Dúlli vóg 3195 g og var 48 cm. Nettur, lítill snillingur :)
Posted by Picasa

laugardagur, júlí 25, 2009

Gangsetning á mánudag!

Í liðinni viku var ákveðið að ákveða dag fyrir gangsetningu ef ég væri ekki farin af stað. Ég á að mæta á mánudaginn, 27. júlí! Þá verð ég komin 39 vikur og 3 daga. Ástæða gangsetningar fyrir 40 vikur er þessi blessaði háþrýstingur hjá mér og einnig hækkun í gallsýrum. Á miðvikudaginn fór ég í blóðprufu og var gildið komið upp í 32. Ég fékk því einnig lyf við því.

Síðustu vikurnar hafa verið býsna einfaldar hjá mér. Ég hef tekið því alveg ofurrólega og varla farið út fyrir hússins dyr. Gunni hefur verið alger ofureiginmaður og séð um allt. Veðrið hefur verið alveg yndislegt það sem af er júlí og hafa feðgarnir verið duglegir að fara í sundferðir, húsdýragarðinn og fleira til að njóta veðurblíðunnar. Einnig hafa fjölskyldurnar okkar verið afskaplega duglegar að hjálpa okkur. Knús á þær :)

Annars rak ég nú augun í forsíðu Vikunnar, stærðarinnar fyrirsögn: Spáir stórum jarðskjálfta 27. júlí! Hún minnist á tímasetninguna 23:15 eða klukkustundina fyrir miðnætti... Pant bara vera búin að eiga Dúlla þá :)

sunnudagur, júlí 19, 2009

Nokkrar myndir frá 17. júní


Fjölskyldan gæddi sér á bakkelsi í bakaríi eftir að hafa horft á skemmtiatriðin við Arnarhól.


GMG sýndi rosalega takta í hoppukastalanum. Mömmunni varð um og ó að horfa á eftir "litla" stráknum sínum hverfa inn í kastalann með öllum stóru krökkunum....


En Gunnari Magnúsi fannst þetta æði!!!


Svolítið sætur!
Posted by Picasa

fimmtudagur, júlí 16, 2009

Læknaheimsókn 37v+4d

Ég fór og hitti lækni á þriðjudaginn og staðan er bara óbreytt hvað varðar þrýsting og lyfjagjöf. Ég held áfram á sama skammti for now. Legbotninn mældist 37 cm og Dúlli var með hjartsláttinn í 145-150 slögum á mínútu. Svo er ég búin að léttast eitthvað, þannig að í heildina hef ég þyngst um rúm 6 kg. Ég er er nú ekki að hreyfa mig neitt sérlega mikið um þessar mundir, þannig að ætli vöðvarnir séu ekki bara að slappast og valda þessu þyngdartapi.

Almenn líðan er bara eins. Ég get afskaplega lítið gert, þar sem úthaldið er rosalega lítið. Mig grunar eiginlega að það sé útaf lyfjunum frekar en háþrýstingnum, því ég var nú ekki alveg svona slow í síðustu viku. Undirbúningur hérna heima fyrir komu litla barnsins okkar er nú alveg á lokastigi. Búið er að setja upp skiptiborð og vaggan er komin í hús. Búið er að þvo ásættanlega mikið af fötum og pakka niður í hospital bag (maður má nú vona að maður fari sjálfur af stað í þetta skiptið!). Góð vinkona kom við um daginn og lánaði mér fæðingarbolta og fleiri fæðingar-essentials sem tengjast jógatímunum. Jafnframt er búið að fjárfesta í nýrri stafrænni vídjókameru, sem er möst þar sem hin gamla var illa biluð. Þannig að við erum bara svo gott sem tilbúin :)

föstudagur, júlí 10, 2009

Læknaviðtöl og fleira 34-37 vikur

Sunnudaginn 21. júní skellti fjölskyldan sér í sveitaferð. Leiðin lá upp í Grímsnes og nágrenni þar sem við heimsóttum opinn bóndabæ og skoðuðum sveitalífið. Nokkuð skyndilega fer mér að vera illt í maganum og bakinu, svona eins og í maganum sjálfum (ekki bumbunni) og út í bak, þar fyrir aftan. Þar sem við vorum einum og hálfum tíma frá Reykjavík vildi ég bara dúndrast í bæinn í hvelli, bara svona til öryggis. Eftir símatal við meðgöngudeildina á Lansanum þá fór ég heim og hvíldi mig til að sjá hvort þetta lagaðist ekki. Það gerði það nú ekki og mér var farið líða býsna illa og vera stressuð yfir þessu, því mér fannst virkilega eitthvað vera að. Þá segja þær mér að koma upp eftir í tékk. Ég mætti um klukkan níu um kvöldið. Til að gera langa sögu stutta, þá var ég þarna fram á þriðjudag undir eftirliti og í rannsóknum. Niðurstaðan við útskrift var að ég var líklega með gallsteinakast, þ.e. steinn hefur myndast í gallblöðrunni og hann hefur náð að skila sér í gegn. Þessi kenning fékkst frá því að blóðprufur frá sunnudagskvöldinu sýndu brenglaða lifrarstarfsemi en á þriðjudagsmorgni virtist hún vera nokkurn veginn komin í lag. Ómskoðun á mánudeginum á lifur, brisi og gallblöðru komu eðlilega út. Á spítalanum mældist ég líka með háþrýsting, enda þekkti ég það frá því ég átti Gunnar Magnús að ég mælist ekkert sérstaklega vel í þrýstingi inni á svona stofnunum :S

Svo förum við upp í bústað og erum þar í tæpa viku. Ég var með þrýstingsmæli með mér og var yfirleitt í kringum 130/80 allan tímann þar. Ég gerði pásu á sumarbústaðardýrðinni 30. júní til að hitta lækni í bænum og aftur mælist ég svona há í þrýstingi (148/92). Hún vildi því sjá mig aftur á föstudeginum og endurtaka blóðprufur (lifrarpróf og gallstasa (væg hækkun hafði átt sér stað í gallstasa í kringum fyrri spítalainnlögnina)). Blóðprufurnar komu vel út en aftur var ég svona há í þrýstingi (151/95) og hjartslátturinn hjá Dúlla litla var rosalega hár (í kringum 180-190), einnig var bumban allt í einu 2 cm minni (mældist 33 cm). Þetta kallaði á vaxtarsónar og mónitor. Hvort tveggja kom vel út. Dúlli litli var áætlaður um 2684 grömm þá, við 36 vikur. Hann hefur því líklegast verið að koma sér neðar í mjaðmagrindina, sem getur valdið svona droppi í legbotnshæð.

Jæja. Á þessum tímapunkti finn ég að þrýstingurinn er farinn að hækka. Úthaldið var minn einhvern veginn og ég var með svona vægan spennuhöfuðverk. Á þriðjudeginum 7. júlí fer ég og hitti ljósu úti í heilsugæslu. Hún mælir legbotninn 36 cm, hjartsláttinn hjá Dúlla litla 160-170 og þrýstinginn hjá mér 150/95. Hún vildi því senda mig upp á Dagönn uppi á Lansa í mónitor. Ég fór þangað í gær, fimmtudag, eftir að hafa bara sofið í einn og hálfan tíma :S Þrýstingurinn mældist sky high... Neðri mörk 107! Þetta þýddi innlögn og lyfjagjöf. Litlan ég var náttúrulega ekkert sérstaklega ánægð en að sjálfsögðu vill maður gott eftirlit. Ég er bara svo ofsalega léleg í að slaka á í svona aðstæðum, alveg skelfilegt! Ég var náttúrulega stjarnfræðilega þreytt, með dúndrandi hjartslátt o.s.frv. en gat ekki fyrir mitt litla líf hvílt mig. Ég skánaði í þrýstingi yfir daginn og var svo haldið yfir nótt. Ég ákvað að þiggja svefntöflu fyrir svefninn, einhverja sem á að hjálpa manni að sofna en í rauninni ekki við að hjálpa manni að sofa lengi. Sem betur fer náði ég að sofna og svaf samfleytt í 7 klst! Það hefur ekki gerst í margar vikur. Undir morgunn var svo mældur þrýstingurinn, 140/85 og ég fékk þriðju töfluna af Trandate, 200 mg. Ég ligg eitthvað áfram í rúminu en fer svo á fætur að fá mér morgunmat. Hitti vinkonu mína á ganginum og spjalla við hana og litlu prinsessuna sem hún var að eignast. Eftir að hafa staðið kyrr í smástund varð ég bara að labba af stað, því ég fann hvað mig var farið að svima. Þetta gerðist svo aftur þegar ég var að tala við aðra stelpu seinna um morguninn. Ég var svo útskrifuð með helmingi minni skammt undir hádegi. Ég á því núna að taka því rólega og taka 3*100 mg af þessu blóðþrýstingslækkandi lyfi. Svo mæti ég aftur eftir 4 daga í tjekk....

Jæja, þetta er nú sólarsaga síðustu vikna! Biðin styttist óðum eftir að við fáum að líta litla prinsinn augum. Líklega bara 3 vikur í hann, mér þykir ekki ólíklegt að ég verði sett af stað um það leyti. Mikið hlökkum við til! :):):)