Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

fimmtudagur, október 22, 2009

Gunnar Magnús 3ja ára og 8 mánaða

Vá! Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja til að skrifa um stóra strákinn minn. En það er kannski besta orðið sem á við hann núna: stór! Þegar drengurinn eignaðist lítinn bróður, þá tók hann þvílíkt þroskastökk. Bæði andlega og líkamlega. Hann óx ábyggilega um 5 cm í júlímánuði! Þessi stóri strákur hefur þróað með sér afskaplega sterka félagsþörf. Það er alveg glatað að vera einn heima. Hann er alltaf að biðja mig að hringja í mæður vina sinna til að gá hvort hann megi koma í heimsókn eða þeir í heimsókn til hans. Einnig eru frændsystkinin vinsæl. En vinir hans, Elvar og Tómas eru duglegir að koma í heimsókn og Gunnar Magnús að heimsækja þá. Það er miklu auðveldara að vera með Gunnar Magnús, Erling Árna og einn félaga, heldur en bara bræðurna.

Gunnar Magnús er afskaplega góður við bróður sinn. Hann sækir sérstaklega í hann þegar hann er lítill í sér. Þá vill hann hafa hann nálægt sér og "mjúka" honum, eins og hann segir. En það getur líka verið erfitt að þurfa yfirleitt að bíða, stundum lengi, eftir þjónustu. Þá getur maður orðið pirraður. "Mamma, núna!!! Mamma núna!!!! Ég get ekki bíðað lengi!", heyrir maður stundum. Þannig að þetta getur líka tekið á.

Í lok ágúst byrjaði Gunnar Magnús á eldri deildinni í leikskólanum, Melhúsi. Þar eru krakkar frá 3ja til 5 ára. Honum gengur mjög vel þarna, enda fór allur hópurinn hans í einu upp. Þetta er mun meira krefjandi umhverfi og hann stendur sig ótrúlega vel. Svo kemur hann heim með þessa fínu mannasiði, eins og til dæmis að fara alltaf með diskinn sinn í vaskinn. Stundum gleymir maður sér hvað drengurinn er orðinn stór og getur mikið :)

Erlingur Árni 3ja mánaða

Nú er Erlingur Árni að verða þriggja mánaða eftir nokkra daga. Við fórum í heimsókn á heilsugæsluna í vikunni og reyndist pilturinn vera orðinn 5,07 kg og 60 cm eða 61, man ekki alveg. Það er ekki hægt að segja annað en að drengurinn sé nettur en hann samsvarar sér afskaplega vel. Hann er miklu minna fyrir að drekka en bróðir hans var. Það er alveg skýrt hvenær hann vill ekki meir og þá vill hann alls ekki meir. Hjúkkan stakk upp á að gefa honum þurrmjólk en ég hálfandmælti því, þar sem það er eins og hann vilji hreinlega ekki meira að drekka, frekar en að mjólkin sé búin í búðinni. Þannig að núna ætla ég að prófa einu sinni til tvisvar á dag, að pumpa mig eftir að hann er hættur og reyna að mata hann af restinni. Því það er hitaeiningaríkasta mjólkin sem kemur í lok gjafar. Vonandi gefur hann þá svolítið í :) En ég vil alveg endilega frekar gefa honum meira af móðurmjólkinni heldur en að fara að rugla framboð-eftirspurn-kerfið sem brjóstamjólkin býður upp á.

Litli kútur er farinn að sýna dóti mun meiri áhuga en hann gerði. Í uppáhaldi er forláta froskur sem hægt er að hengja á barnabílstólinn hans en við notum all over. Hann spilar nokkur lög og tekur litli gjarnan við sér og brosir sínu blíðasta til hans.

föstudagur, október 16, 2009

Afmæli Öglu og Grétu 10. október



Við fórum upp í Kórsali til Jóhönnu og Jóns um síðustu helgi. Tilefnið var afmæli Öglu Þórunnar, eldri, sem varð sextug 16. október og afmæli Grétu sem varð 25 ára 12. október. Alltaf er gaman þegar fjölskyldan kemur saman og reynum við að gera það einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Annar laugardagur í hverjum mánuði sem inniheldur bókstafinn "r" er frátekinn fyrir þessa hittinga. Við hittumst hjá Jóhönnu og borðum yfirleitt hamborgara og höfum það huggulegt saman.

Stundum grætur maður... :(




...en maður er alltaf jafnsætur :)
Posted by Picasa

EÁ 2ja og hálfs mánaða


Sæll og glaður :)


Mamman að láta mann púla við bakæfingar!


Hi there!
Posted by Picasa

þriðjudagur, október 06, 2009

Hjá Ömmu Hildi

Við brugðum okkur í leikhúsferð til Grindavíkur að sjá Með horn á höfði. Skemmst er frá því að segja að þeir sem fóru skemmtu sér konunglega og er óhætt að mæla með sýningunni fyrir alla :) Ég og Erlingur Árni vorum bara heima hjá Ömmu á meðan og misstum af leikhúsinu en höfðum það huggulegt saman.


Þegar tilbaka var komið fóru menn að leika sér við hitt og þetta áður en við gæddum okkur á gómsætum saltfiski hjá Ömmu og Óla.


Stefán og Amma í tölvunni og eldhúsinu.


Vala bjútí.

Posted by Picasa