Við hittum lækninn okkar áðan og það er allt gott af frétta af mér og bumbunni. Hjartsláttur barnsins sveiflaðist milli 136 og 144 slög/mín, sem Linda læknir sagði að væri mjög gott (þ.e. að sjá sveiflur). Blóðþrýstingurinn hefur lækkað aðeins hjá mér, sem er gott, og er 116/72. Legbotninn var áfram 36 cm.
Fyrir læknaviðtalið eftir viku, þurfum við að gera fæðingarplan, sem er nokkurs konar óskalisti um hvernig þú vilt að fæðingin gangi fyrir sig. Til dæmis varðandi verkjalyf, þátttöku pabbans og annarra fæðingarfélaga, umskurð stráka og svo framvegis. Einnig þurfum við að velja okkur barnalækni.