40 vikna bumba
Nú förum við aftur til Lindu læknis á morgun. Hún hreyfir kannski aftur við belgnum. Eins og sjá má á myndinni er hann orðinn rosa myndarlegur :) Hún pantar kannski einhverjar rannsóknir til að athuga hvernig barnið hefur það, t.d. til að kanna hvort það hafi nóg legvatn. Mig minnir að hún hafi talað um það í síðustu viku. Við látum svo vita hvað doksinn segir.