Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

þriðjudagur, janúar 31, 2006

40 vikna bumba

Nú förum við aftur til Lindu læknis á morgun. Hún hreyfir kannski aftur við belgnum. Eins og sjá má á myndinni er hann orðinn rosa myndarlegur :) Hún pantar kannski einhverjar rannsóknir til að athuga hvernig barnið hefur það, t.d. til að kanna hvort það hafi nóg legvatn. Mig minnir að hún hafi talað um það í síðustu viku. Við látum svo vita hvað doksinn segir.

mánudagur, janúar 30, 2006

Og þá er maður genginn framyfir

Ekki lét barnið sjá sig þann 29. janúar 2006. Það hefur því greinilega orðið einhver seinkun. Merkilegt hvernig ég held alltaf að nú fari eitthvað að gerast.... Rosa innsæi sem maður hefur, eða þannig... En nú hlýtur bara að fara að líða að þessu. Nú sendið þið hríðarstrauma og ég klára dæmið en, två, tre ;)

föstudagur, janúar 27, 2006

39 vikur og 5 dagar

Ég ætlaði bara að segja að það er allt með kyrrum kjörum hérna hjá okkur. GP virðist una sér vel í móðurkviði. Við látum vita ef eitthvert fjör færist í leikinn.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Læknaviðtal - 39 vikur og 3 dagar

Jæja, enn eitt læknaviðtalið að baki. Núna var hjartslátturinn hjá barninu í 130 slögum á mínútu. Ég gleymdi að spyrja hver blóðþrýstingurinn væri hjá mér og ég er búin að þyngjast um 12 kg í heildina. Útvíkkunin var komin í 2 cm. Linda spurði svo hvort ég vildi láta hreyfa við belgnum og ég þáði það að sjálfsögðu. Þetta er sakleysisleg aðferð/tilraun til að koma fæðingu af stað. Hún virkar samt alls ekki alltaf. Og að sjálfsögðu vonar maður að allt fari af stað í kjölfarið. En á sama tíma reynir maður að segja við sjálfan sig að það geti verið rúmar tvær vikur í þetta. Við bókuðum svo næsta tíma hjá Lindu, sem verður næsta þriðjudag. Hún sagðist þó vera hissa, ef hún sæi okkur þá :) :) :)

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Viðtal hjá hjúkku - 38 vikur og 2 dagar

Við hittum Margaret hjúkku í morgun. Blóðþrýstingurinn minn var flottur, 118/72 og GP var með hjartsláttinn í 140 slögum á mínútu. Hins vegar fannst blóð í þvaginu, þ.a. það verður sett í ræktun til að tékka hvort maður sé með þvagfærasýkingu. Þetta getur hins vegar líka bara verið tilfallandi. Útvíkkunin er enn þá bara 1 cm en hins vegar er barnið alveg búið að skorða sig. Við spurðum hjúkkuna hvort hún gæti metið hversu stórt barnið væri, þá sagði hún að Linda hefði gert það í síðustu viku og sett í læknaskýrsluna mína. Fyrir viku mat hún að barnið væri ca. 3,3 kg, sem eru rúmar 13 merkur. Því er ekki ósennilegt að barnið sé ca. 14 merkur núna. En ég var einmitt 14 merkur þegar ég fæddist, eftir 38 vikna meðgöngu, merkilegt...

Annars er allt bara með kyrrum kjörum. Samdrættirnir eru ekkert að aukast eða svoleiðis. Þannig að maður er bara rólegur og bíður eftir þeim tíma sem hentar GP að koma í heiminn og leyfa okkur að sjá sig :)

laugardagur, janúar 14, 2006

37 vikur og 5 dagar


Við bumban höfum það voðalega fínt :) Hérna vorum við nýkomnar úr saumaklúbbi í Sesamestræti.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Læknaviðtal 37 vikur og 2 dagar

Við hittum Lindu lækni áðan og fréttirnar eru svipaðar og fyrir viku síðan, blessunarlega. Blóðþrýstingurinn minn 120/80, hjartsláttur barnsins 142 slög/mínútu og bumban eins stór og hún á að vera. Leghálsinn er farinn að styttast aðeins og var 1,5 cm þykkur en var orðinn mjúkur. Svo er maður barasta kominn með 1 cm í útvíkkun! Linda potaði meira að segja í hausinn á barninu. Þetta þýðir samt ekkert að barnið fæðist á næstu dögum. Þetta er bara kroppurinn að undirbúa sig ;)

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Læknaviðtal - 36 vikur og 2 dagar

Við hittum lækninn okkar áðan og það er allt gott af frétta af mér og bumbunni. Hjartsláttur barnsins sveiflaðist milli 136 og 144 slög/mín, sem Linda læknir sagði að væri mjög gott (þ.e. að sjá sveiflur). Blóðþrýstingurinn hefur lækkað aðeins hjá mér, sem er gott, og er 116/72. Legbotninn var áfram 36 cm.

Fyrir læknaviðtalið eftir viku, þurfum við að gera fæðingarplan, sem er nokkurs konar óskalisti um hvernig þú vilt að fæðingin gangi fyrir sig. Til dæmis varðandi verkjalyf, þátttöku pabbans og annarra fæðingarfélaga, umskurð stráka og svo framvegis. Einnig þurfum við að velja okkur barnalækni.