Verslunarferð og læknaviðtal
Þetta er sum sé sama grindin fyrir bæði kerruna og burðarrúmið. Hjólið framan á, er bæði hægt að hafa læst eða fast. Sölukonan seldi okkur samt aðallega kerruna á því hversu einfalt var að setja hana saman og því hversu mikla þyngd hún ber. Þá náði hún að slá út hina vagnana og kerrurnar sem við höfðum skoðað. Barnið getur átt kerruna þar til það verður 35 kíló. Við ákváðum að skella okkur á appelsínugula kerru og svart burðarrúm.
Við skelltum okkur svo á gráan barnabílstól sem er víst rómaður fyrir góðan árangur í öllum prófunum. Aðeins það besta fyrir Gallapagus.
Eins og sjá má, fylgir stólnum svona grunnstöð, sem er alltaf föst í bílnum. Svo er stólnum smellt af og á, þ.a. ekki þarf að þræða bílbelti yfir stólinn við sérhverja notkun. Tær snilld ;)
Síðasta þriðjudag fórum við svo og hittum lækninn okkar. Gallapagus var með hjartsláttinn í 141 og blóðþrýstingurinn minn var 64/112. Ég er búin að þyngjast um 8 kíló núna. Og barnið ætti að vera að þyngjast um ca. 200 grömm á viku, held ég. Þannig að það er nóg að gerast. Barnið er duglegt að hreyfa sig og er mest í að mjaka sér til en ekki sparka svo mikið. Mér finnst meira svona eins og það sé að reyna að teygja úr sér, sem er náttúrulega ekki beint pláss til, en það má nú reyna...