Gunnar Magnús, Erlingur Árni og Sigurður Egill

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Verslunarferð og læknaviðtal

Það var farið í smá barnaleiðangur til Bellevue í dag. Við enduðum á að fjárfesta í kerru/vagni og barnabílstól. Eftir að hafa ýtt nokkrum vögnum og kerrum til í búðinni, ákváðum við að lokum að kaupa þessa kerru/vagn:

Þetta er sum sé sama grindin fyrir bæði kerruna og burðarrúmið. Hjólið framan á, er bæði hægt að hafa læst eða fast. Sölukonan seldi okkur samt aðallega kerruna á því hversu einfalt var að setja hana saman og því hversu mikla þyngd hún ber. Þá náði hún að slá út hina vagnana og kerrurnar sem við höfðum skoðað. Barnið getur átt kerruna þar til það verður 35 kíló. Við ákváðum að skella okkur á appelsínugula kerru og svart burðarrúm.

Við skelltum okkur svo á gráan barnabílstól sem er víst rómaður fyrir góðan árangur í öllum prófunum. Aðeins það besta fyrir Gallapagus.


Eins og sjá má, fylgir stólnum svona grunnstöð, sem er alltaf föst í bílnum. Svo er stólnum smellt af og á, þ.a. ekki þarf að þræða bílbelti yfir stólinn við sérhverja notkun. Tær snilld ;)

Síðasta þriðjudag fórum við svo og hittum lækninn okkar. Gallapagus var með hjartsláttinn í 141 og blóðþrýstingurinn minn var 64/112. Ég er búin að þyngjast um 8 kíló núna. Og barnið ætti að vera að þyngjast um ca. 200 grömm á viku, held ég. Þannig að það er nóg að gerast. Barnið er duglegt að hreyfa sig og er mest í að mjaka sér til en ekki sparka svo mikið. Mér finnst meira svona eins og það sé að reyna að teygja úr sér, sem er náttúrulega ekki beint pláss til, en það má nú reyna...

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Þriðji tími fæðingarnámskeiðs

Við vorum að koma heim úr þriðja tímanum í fæðingarnámskeiðinu. Í þessum tíma var tekinn rúntur um fæðingarganginn og sængurdeildina. Þetta lítur allt saman mjög vel út og maður hlýtur að vera í góðum höndum þarna. Spítalinn er rankaður 9. besti spítalinn í Bandaríkjunum.

Fæðingarherbergið:

Barnið hvefur manni aldrei úr augsýn, ef eitthvað þarf að gera við barnið strax eftir fæðingu er það gert við júnitið til hægri á neðri myndinni (að ofan). Svo eru sett tvö armbönd á barnið, eitt sem samsvarar armbandi sem pabbinn fær og annað sem samsvarar armbandi mömmunnar. Ef barnið þarf að yfirgefa foreldra sína og fara á vökudeild, fær enginn að sjá barnið nema að vera í fylgd við a.m.k. annað foreldranna. Jafnframt eru armböndin staðsetningartæki og ef barnið nálgast útganga deildarinnar of mikið, lokast útgangarnir sjálfkrafa og viðvörunarbjöllur fara í gang. Þetta gerist einnig ef klippt er á armböndin. Já, góðir hálsar, það er ekkert grín að stela nýfæddum börnum í Ameríku. Ég er aðeins minna hissa á þessari færslu hennar Liilu vinkonu, sem nú er á Íslandi, eftir að hafa hlustað á fyrirlestur kvöldsins.

Baðið í fæðingarherberginu:

Einnig skoðuðum við postpartum herbergin. Maður fær sérherbergi með sjúkrarúmi fyrir mömmuna og bedda fyrir pabbann. Litla barnið lúllar svo inni hjá manni. Maður er bara yfir eina nótt ef fæðingin gengur eðlilega fyrir sig en tvær nætur ef barnið er sótt með keisaraskurði.

Postpartum herbergið:

sunnudagur, nóvember 13, 2005

29 vikur



Þá eru komnar 29 vikur. Barnið er komið í hálfgerða rútínu. Maður finnur að það vaknar svona 5 mínútum á eftir okkur og svo er það í hörkustuði rétt áður en við förum að sofa. Svo fær blessað barnið hiksta hérumbil daglega, stundum nokkrum sinnum á dag.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Sver sig í ætt við móður sína

Yfirleitt er svona nokkuð rólegt að gera í bumbunni yfir daginn, þó eru oft undantekningar á því. Bara svona spörk og box hér og þar. Svo þegar ég leggst upp í á kvöldin fer allt á fullt. Ég horfi bara á magann á mér og er í kasti. Það er eins og blessað barnið sé að reyna að brjótast út. Í gærkvöldi og fyrrakvöld fékk svo bumban hiksta. Það er það sætasta sem ég hef séð. Ég var svo með hendina þar sem ég giska á að annar olnboginn hafi verið og fann hann alltaf skjótast taktbundið út. Ég náttúrulega hló og hló. En hiksti skilst mér að sé gott merki því barnið fær oft hiksta þegar það gerir öndunaræfingarnar sínar. Ég var því voða stolt af barninu okkar fyrir að vera byrjað að æfa sig að anda :)

Það virðist því vera sem barnið ætli að sverja sig í ætt við móður sína, enda ekki margir sem státa titlinum Ungfrú Hiksti.is ;)

Fyrsti tíminn í fæðingarnámskeiðinu

Jæja, þá er fyrsta tímanum í fæðingarnámskeiðinu lokið. Aðaláskorunin var að finna blessaða fæðingadeildina. Þessi spítali er þvílíkt völundarhús og risastór. Við höfðum sem betur fer gert ráð fyrir smá tíma til þess að finna staðinn, þ.a. við komum einungis nokkrum mínútum of seint í þetta skiptið. Það er nú ótrúlega fyndið að sjá svona margar óléttar samankomnar og allar komnar svipað langt. Við vorum t.d. nokkrar þarna sem eigum að eiga í lok janúar. Tíminn var bara eins og ég bjóst við, þannig lagað. Við sáum myndband af eðlilegri fæðingu, þar sem ekkert var blörrað og engu sleppt! Það er að sjálfsögðu mikið sjokk fyrir Kanann, því hérna má ekki einu sinni sjást í brjóst í sjónvarpinu. Reyndar var töluvert af útlendingum þarna, eins og okkur, þar sem þetta er háskólasjúkrahús. Svo var farið í gegnum slökun og öndun. Svo kom rúsínan í pylsuendanum: að æfa hinar og þessar stellingar til að vera í gegnum hríðarnar. Við fengum dýnur, kodda og bolta til að nota, ef við vildum. Maður upplifði sig frekar kjánalega þarna en það gerði ástandið skárra að allir voru að þessu í kringum mann og leið alveg eins. Ég held samt að það sé gott að æfa þetta, til að átta sig betur á möguleikunum og svo þægilegt og eðlilegt verði að koma sér í stellingar. Jæja, nóg af gasi í bili... Og þó... Gaman að segja frá því að það tók okkur ábyggilega um 20 mínútur að koma okkur út í bíl aftur. Allir útgangar virtust eingöngu vera neyðarútgangar. Góð saga...

föstudagur, nóvember 04, 2005

Engin sykursýki :)

Ég var að koma frá hjúkku sem er að leysa Dr. Eckert af og fékk m.a. að vita að ég er ekki með meðgöngusykursýki. Jibbí. Ég var farin að vera ansi hrædd um að ég væri með hana, eftir að hafa liðið svona illa þegar prófið var framkvæmt og verið eitthvað hálfþreytt undanfarið. Ég er hins vegar orðin of lág í járninu en samt ekki neitt allt of lág. Hún mælti samt með því að ég keypti mér járntöflur. Blóðþrýstingurinn var 68/114, aðeins hærri en síðast. Ég er samtals búin að þyngjast um 6 og hálft kíló. Núna er líka farið að mæla hæð legbotnsins en hann á um það bil að samsvara því hversu langt maður er kominn í vikum talið. Legbotninn hjá mér var 28,5 cm og ég er komin tæpar 28 vikur, þ.a. það er fínt. Svo er bara næsta læknaviðtal 22. nóvember og þá koma nýjar tölur. Býst við að allir bíði spenntir eftir þeim.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Sykurprof

Eg var ad koma ur heilsugaeslustodinni herna a kampus, Hall Health. Thar var eg latin drekka einhvern vokva og a svo ad koma aftur eftir 50 minutur og gefa blodprufu. Thetta prof a ad geta gefid visbendingu um hvort madur se liklegur til ad throa med ser medgongusykursyki, skilst mer. En thessi drykkur var nakvaemlega eins og djusinn sem eg drakk i gamla daga og madur blandadi med vatni. Nema hvad ad thetta var eins og thykknid :S